ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Er hann kannski ekki bara ofvirkur?

Er hann kannski ekki bara ofvirkur?

Þessa spurningu fæ ég að heyra “skemmtilega” oft. Ég kippti mér lítið upp við hana í byrjun en núna í dag er ég farin að velta henni meira fyrir mér & því meðvitaðari um spurninguna.
Ég er alls ekki að skamma neinn fyrir að spyrja þessarar spurningu, heldur er þetta frekar vinaleg ábending að kannski er ekki svo sniðugt að setja sig í stöðu greiningalæknis og spyrja út í eitthvað sem er ekki í samræmi við okkar kunnáttu.
Eftir að ég fór að fá þessar spurningar oftar því meira fór ég að velta þessu fyrir mér, ég meira að segja hringdi í ljósmóður til þess að spyrja hana hvort hún vildi hitta mig og son minn til þess að láta mig vita hvort henni fyndist vera þörf á greiningu.
Þetta símtal átti sér stað þegar barnið var aðeins 12 mánaða, en ég sem nýbökuð móðir sem veit ekkert og með þessa nýju ábyrgðartilfinningu gat ekki sleppt því að hringja. Ljósan hló blíðlega að mér og sagði að börn væru ekki greind með ofvirkni fyrr en eftir 4ára aldurinn.
Hún bauð mér samt að koma í heimsókn ef ég væri enn óörugg, bara svona til þess að spjalla. Næst fór ég með littla manninn í 18mánaða skoðun þar sem hann fékk topp einkunn. Ljósan ( önnur en seinast að vísu ) spyr mig hvort það séu einhverjar spurningar sem ég vildi kasta fram áður en ég færi því langt væri í næstu skoðun.
Þetta með ofvirknina sat rosalega í mér, þrátt fyrir að ég vissi að börn eru ekki greind með ofvirkni fyrr en eftir 4ára aldurinn eins og hin ljósan tilkynnti mér. En einsog eg segi, þá sat þetta í mér, enda fékk ég þessa spurningu mjög reglulega frá fólki sem taldi sig vita að auðvitað fái börn greiningu fyrr, og að hann hlyti nú að vera ofvirkur, hann væri svo rosalega mikið á ferðinni. Vert er að taka það fram að enginn þessara einstaklinga er með gráðu á heilbrigðissviði. Ég spyr ljósuna því aftur: “Getur verið að hann sé ofvirkur?” Ljósan horfir á mig og spyr: “Afhverju heldur þú það?” Ég tilkynni henni að ég fái þessa spurningu rosalega oft en spyr í leiðinni hvort það passi ekki að börn fái ekki greiningu fyrr en eftir 4ára aldurinn. Hún segir mér að það sé rétt en í örfáum tilvikum fyrr en þá ekki fyrr en um 3ára en þá sé um að ræða mjög skýr merki um ofvirki. Hún segir mér einnig að fókusinn hjá Leoni Bassa sé rosalega góður og einnig að hann sé var um sig sem ofvirk börn eru oftast nær ekki, en ekkert sem ég þyrfti að hafa áhyggjur af hjá 18m gömlu barni. Ég fer glöð út með fullkomna, ofurduglega orkuboltan minn sem fékk topp einkunn í 18m skoðuninni.

Núna er drengurinn minn 2ára og 5mánaða. Ég fæ þessa spurningu enn í dag, mjög reglulega.
Best að taka það fram að ég er ekki að skamma neinn, ég er aðeins að benda fólki á það að vera nærgætið, spyrja ekki spurninga sem það þekkir ekki sjálft og er ekki okkar að spyrja.
Flest okkar halda að ofvirkni sé aðeins þannig að barnið er mjög virkt, semsagt non stop yfir daginn. Leon Bassi byrjaði að labba um 8mánaða, og því má segja að hann se mjög sterkur & duglegur. Hann er mikið á ferðinni og algjör gormur.

“Hegðunareinkennum ofvirkni er oft skipt í þrjá flokka. Í fyrsta lagi einkenni hreyfiofvirkni, í öðru lagi einkenni athyglisbrests og í þriðja lagi hvatvísi. Einkenni hreyfiofvirkni koma m.a. fram í því að barnið á erfitt með að sitja lengi kyrrt og þegar það situr hættir því til að iða og vera stöðugt á hreyfingu í sæti sínu. Oft er ofvirku börnunum lýst þannig að þau séu sífellt á ferðinni og stöðvist lítið. Mörg þeirra eru afar málgefin og eiga erfitt með að leika sér hljóðlega.” tekið af doktor.is

Ég fæ þessar spurningar oftast frá fólki sem þekkir ekki Leon Bassa og veit ekki að hann er algjör kúrari, hann elskar að kúra og tekur sér stundum góðan klukkutíma í það á morgnanna og stundum á daginn líka.
Hann er mjög góður í leik, einbeittur og meðvitaður um umhverfið í kringum sig. Hann er var um sig en auðvitað hvatvís líka enda aðeins 2 ára gamall og þekkir ekki þær hættur sem umhverfið hefur upp á að bjóða.
Ég á ekki að þurfa mylja það ofan í fólk hvernig sonur minn er, og ég á heldur ekki að þurfa fá þessa spurningu daglega frá fólki sem þekkir ekki ofvirkni né son minn, þessi spurning er búin að valda mér óþægindum og því vil ég koma með vinalega áminningu til allra, og líka til mín að muna að sumar spurningar eru ekki okkar að spyrja.
Sumar eru viðkvæmar og sumar fjarri okkar skylningi svo leyfum fagmönnum að eiga þær, og gefum foreldrum það að þau séu búin að spyrja sig sjálf að þessum spurningum, öllum þeim sem hægt er að spyrja sig að þegar kemur að heilsu barnanna okkar. Því þegar kemur að börnunum okkar, þá auðvitað erum við öll eða allavegana flest á tánum hvað varðar heilsu þeirra og vellíðan.

Vert að taka það fram að sjálf hef ég ekki 100% hugmynd um hvernig ofvirkni lýsir sér, en ég mun heldur ekki loka á þann möguleika ef svo kemur í ljós að Leon Bassi sé ofvirkur.
En við munum skoða þann möguleika í samráði við lækna og aldur barnsins okkar, ef merki um ofvirkni eða annað kemur upp á yfirborðið.

Ást og friður.

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með mér og litla gorminum á Snapchat & Instagram : Ernuland

xx

Erna Kristín