ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Falleg málverk innblásturinn kemur frá Íslenskri náttúru

Árný Fjóla málar æðislega fallegar myndir, en hún sækir sinn innblástur í Íslenska náttúru og heillast af listamönnum sem eru heilir í gegn…ég tek undir það með henni og fékk einnig að taka smá viðtal við hana & ætla að deila því með ykkur hér að neðan ásamt myndum!

Nafn : Árný Fjóla Ásmundsdóttir

Áhugamál? Fólk, mér finnst mjög gaman að stúdera fólk, enda er ég að læra mannfræði við HÍ. Mér finnst mjög gaman að skapa, hvort sem það er matur, list eða gróður. Ég er með mjög græna fingur og elska að róta í mold, sveitauppeldið gæti átt sökina að því.

Hvenær byrjaðir þú að mála ? Á svipuðum tíma og ég lærði að ganga held ég. Ég hef verið að teikna og mála frá því ég man eftir mér. Megnið af öllum mínum listaverkum eru enn til, mamma var dugleg að geyma þær og enn er ég mikill safnari og tími engu að henda. Ég er hinsvegar misdugleg að mála/teikna, þetta kemur svolítið í bylgjum, sum árin er ég mjög virk á meðan önnur geri ég örfá verk. Nýlega uppgötvaði ég að kannski gæti einhver annar en ég sjálf haft gaman að verkunum mínum og byrjaði að selja verkin mín. Það hefur verið virkilega gaman og mikil hvatning.

 

Hvað heillar þig allra helst við listina ? Hún róar mig, kemur mér niður á jörðina og heldur mér í jafnvægi. Að setjast niður og mála er hin besta hugleiðsla.

Hvar sækir þú innblástur? Þegar maður flytur frá Íslandi verður allt meira spennandi þar. Ég byrjaði að teikna íslenska náttúru í heimþrá og nú sæki ég helst innblástur þaðan.

Áttu þèr fyrirmynd í listaheiminum? Ég dáist að listamönnum sem eru heilir í gegn. Geta verið listrænir án þess að oftúlka og vera rosa “artí” eða setja upp einhverja listamannagrímu sem er önnur en sú persóna sem það er. Ég fíla fólk sem almennt kemur til dyrana eins og það er kallað.

Hvað er frammundan? Stunda mannfræðinámið og flytja til Kambódíu með Daða Frey kærastanum mínum. Við ætlum að búa þar í 6 mánuði og vera með allskonar sprell sem hægt verður að fylgjast með.

Er hægt að versla listaverkin þin? Á facebook! Ég mála eftir pöntunum, svo hvert verk er einstakt og kaupandi velur sjálfur hvað hann vill að ég máli.

Ertu fugl eða fiskur?

Þú getur skoðað & verslað myndirnar eftir Árný : HÉR

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland