ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Febrúarmánuður á það til að vera frekar erfiður fyrir marga

FEBRÚAR

Ég hef alltaf upplifað febrúarmánuð frekar erfiðan….okei kannski ekki alltaf, en amk frekar oft. Ég er nú bara 26ára. Sem er nú alveg slatti…..hvert er ég að fara með þetta?

Febrúarmánuður er ekki bara kaldur, vindasamur og dimmur heldur er hann fullur af brotnum áramótaheitum.
Eins og við flest vitum þá er áramótaheit ákveðið markmið sem þú setur þér á gamlárskvöld fyrir nýtt ár. Þessi heit eiga það til að vera  óraunhæf og nánast bókað að það er ekki hægt að standa við þau. Við berjumst í gegn um fyrsta mánuð ársins af fullum krafti, rétt eins og í spretthlaupi. En það sem gerist í spretthlaupi er það að maður sprengir sig og getur svo ekki meira……Og það er akkurat þegar febrúarmánuður tekur við. Febrúarmánuður er  því mánuðurinn sem margir finna fyrir miklu þunglyndi.

Hér kemur því smá pepp frá mér til þín/ykkar

Ég á afmæli í Mars, svo það er auðvitað smá svind, ég fyllist því mikillar eftirvæntingar í Febrúarmánuði og er fljót að gleyma áramótaheitinni sem klúðraðist samdagurs 1.Janúar.

Mitt ráð til ykkar er þetta.


Planið var nú ekki að sýna ykkur hjá  hvaða símafyrirtæki ég er eða hvað er mikið batterí eftir á símanum….heldur þessi texti.

Það er kominn tími til að við hættum að brjóta okkur  niður þegar við förum í gamla “sukk” farið aftur og brjótum nánast öll áramótaheitin á einu bretti. Það er mjög óraunhæft að stökkva úr jólafríinu og áramótagleðinni í miss/mister perfect daginn eftir. Því jú 1.janúar er strax eftir gamlárs….og það er dagurinn sem áramótaheitin mín falla, eða amk oftast. Nema núna. Núna var ég ekki með neitt sérstakt áramótaheit…nema það að vera dugleg að minna sjálfan mig á það að elska sjáfan mig þótt ég klúðri og þótt ég fari í gamla farið aftur.
Ég finn líka að ég er mun fljótari að koma mér aftur í gírinn þegar ég er ekki í þessum stöðugu sjálfásökunum og niðurbroti.
Við erum jú öll mannleg…..það er ekki fallegt af okkur að ætlast til þess að á einni nóttu geti maður breytt öllu. Spretthlaupið þarf því að breytast í langhlaup, þar sem það er í lagi að detta, standa aftur upp og halda áfram…detta svo aftur, standa upp og……yebb þú veist það, halda áfram.
Núna ætla ég að skora á ykkur öll að stroka út þessa áramótaheit ykkar og endurskoða þau í raunhæfu samhengi. Það þarf heldur ekki alltaf að byrja öll markmið fyrsta dag hvers mánaðar. Ég hef sjálf gripið mig í þannig pælingu….”ég get ekki byrjað í ræktinni núna 25 maí, ég byrja frekar 1.júní” eða “Já ég ætla byrja hlaupa 2x í viku….en byrja þá auðvitað á mánudaginn, fer ekki að byrja núna á miðvikudegi”
Við ráðum þessu, ekki eitthvað heiti á mánuði eða vikudegi.  VIð gerum það sjálf!
Hættum þessu spretthlaupi og tökum stjórn á langhlaupinu og munum að elska okkur alla leiðina að nýja markmiðinu. Þetta þarf ekki að vera leiðinlegt og pína þegar þetta getur verið svo miklu skemmtilegra, en það gerist ekki nema með virðingu, ást og raunhæfum markmiðum!

Fleira var það ekki…..Febrúar, we got this!

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland