ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Fullkomið fyrir ungana

Þegar litla frænka mín fæddist þá gaf ég henni æðislega fallegan poka til að kúra sig í. Pokinn er frá merkinu Disana og fæst hjá Baldursbra.is

Disana er 30 ára gamalt þýskt fjölskyldufyrirtæki sem framleiðir hágæða ullarvörur fyrir börn. Vörurnar eru framleiddar í Þýskalandi við sanngjarnar aðstæður. Lögð er áhersla á að vörurnar séu framleiddar á náttúrulegan og umhverfisvænan máta og er fyrirtækið meðlimur í International Association of Natural Textile Industry (IVN) ásamt því að vera eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem fengu vottanir frá Global Organic Textile Standard (GOTS) og BEST frá IVN. Disana er þekkt út um allan heim fyrir frábær gæði og fallega, klassíska hönnun.

“We believe in pure, unspoiled nature right from the moment we select our raw materials. Only organic cotton and organic pure new Merino wool which has been independently inspected and certified is used for our disana articles.”

Einnig er hægt að fá pokan í þessum lit! Æðislegur!

Einnig langar mig að sýna ykkur þetta fallega, fíngerða en jafnframt hlýja prjónaða teppi úr lífrænni merino ull. Mjög klassísk og falleg hönnun. Æðisleg sængurgjöf fyrir nýfædd kríli. 

Hægt er að skoða úrvalið frá baldursbra.is : HÉR !

xx

Erna Kristín