ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Hætt að láta aðra hafa áhrif á uppeldið

Þegar ég eignaðist son minn Leon Bassa árið 2014 þá varð áhugi minn á uppeldisaðferðum mjög mikill. Ég las fullt af greinum og velti hlutunum fyrir mér, en það var ekki fyrr en ég las bókina eftir Sæunni Kjartansdóttur, Árin sem engin man, sem ég fór að festa niður uppeldisformið sem ég vildi fara eftir með barninu.

11156183_811063158961931_3010616642124494165_n

Þegar ég var nýbúin að koma mér fyrir eftir fæðinguna og heimsóknir fóru að banka uppá, þá komu allskonar ráð, mis hjálpsöm. Mér var t.d sagt að stökkva ekki beint að vöggunni þegar hann myndi láta í sér heyra, því þá myndi hann læra að stjórna mér.
Þegar ég heyrði þetta fyrst þá í mínum veruleika sem nýbökuð móðir, meikaði það fullkomið sens. Svo jú, ég beið í kannski 30 sek til 1mín áður en ég tók hann upp þegar hann grét….en þá aðallega þegar einhver var í heimsókn, því ég vildi ekki sýna fólki hversu lin ég væri sem móðir, að leyfa barninu að stjórna mér. En þegar við vorum bara tvö, var ég rokin að vöggunni einsog stormþeyta um leið og það tísti í drengnum, því innst inni hafði ég það ekki í mér að láta hann gráta. Ég er samt alls ekki að segja að grátur sé alltaf neikvæður síður en svo.

Það hlýtur að vera holt fyrir þau að gráta, þenja raddböndin. Enda sussa ég gráturinn ekki niður, en ég vil að barnið gráti hjá mér en ekki eitt. 

Í dag þegar ég hugsa til baka fæ ég samviskubit að hafa ekki vitað betur og leyfa fólki að mata mig á gömlum venjum sem töldust vera réttar á sínum tíma.

11059562_822609844473929_886361802939097481_n
Þegar barn fæðist er heili þess afar frumstæður og sér fyrst og fremst um að líffærakerfið virki. Barnið dregur sjálft að sér súrefni en að öðru leiti er það háð öðrum.
Sú starfsemi sem lýtur að tengslum við aðra fer að miklu leiti fram í heilaberki ( hluti hægra heilahvels ). Í þeim hluta er innsæi og ímyndunarafl og getan til að bera kennsl á tilfinningar sínar, svo sem snertingu, bragð, lykt, ánægju og fl. Í því svæði heilans er svokölluð tilfinningagreind en hún felst í að vera læs á eigin tilfinningar, geta unnið úr þeim á viðeigandi hátt, hafa hæfileika til að finna til með öðrum og draga ályktanir um líðan þeirra. Þegar barn fæðist þá er það ekki með þennan hluta heilans. Þessvegna er ekki neins ætlað að aga nýfætt barn, heili þess hefur einfaldlega ekki burði till þess að vinna úr slíkum upplýsingum.
Þegar ungabarn grætur í vöggu og maður hunsar það um stund svo barnið sé ekki að stjórna manni er því alls ekki rétt og ég veit það núna og sem betur fer hlustaði ég á sjálfan mig í flestum tilfellum hvað það varðar. Veruleiki barnsins fyrstu mánuðina er í raun bara móðirin og þegar hún bregst, þá bregst allur veruleikinn, sem veldur streitu og hræðslu hjá ungabarninu. Ungabarnið nýtur sín best í fangi móður þar sem það finnur fyrir hlýju, ást og ummönnun.

1455848_849359728465607_3545402663943844097_n

Fyrstu skilaboð móður til barns um að hún skynji hvernig því líður koma með samstillingu. Þegar barnið kemur í heiminn kynnist það tilfinningum sem það hefur engar forsendur til að takast á við. Það getur ekki satt hungur sitt, velt sér á hliðina, flett af sér sænginni eða klórað sér á nefinu. Áreiti úr umhverfinu eru óteljandi og óviðráðanleg. 

11150402_813797572021823_5908928119447238692_n

Núna á ég tveggja ára strump sem reynir á hverjum degi að komast nær takmarki sínu, þ.e. að kanna mörkin hjá mömmu & pabba. Leon Bassi er einstaklega duglegur gormur og það þarf að hafa mikið fyrir honum. Þegar ég aga son minn, þá fæ ég oft að heyra að hann sé nú frekar óþekkur, frekur, með mig í taumi eða alveg stjórnlaus. Ég finn því að ég á það til að hætta að hlusta á samtillinguna okkar Leons þegar aðrir eru í kring vegna óöryggis, og aga hann öðruvísi en ég tel vera rétt.

Það henntar ekki okkar samstillingu að öskra, hunsa eða aga með neikvæðni. Ég kýs að aga son minn með jákvæðni í fyrirúmi, og þegar ég skamma hann, þá hjálpa ég honum líka að jafna sig.

Ég sýni syni mínum að hvort sem hann verður reiður eða glaður, þá er ég alltaf með honum í liði.
Ég er mjög dugleg að nefna tilfinningarnar upphátt fyrir hann svo hann átti sig á því hvað er að gerast hverju sinni þegar svokallað “frekjukast” einsog allt of margir vilja kalla það, á sér stað. Ég viðurkenni allar þær nýju tilfinningar sem spretta upp, því þær allar eiga rétt á sér og því fyrr sem hann lærir á þær án bælingar, því fyrr mun hann geta tekist á við þær í framtíðinni án þess að halda að þær eigi ekki rétt á sér.

943969_979810382087207_7550814673232868914_n

Ég fæ oft að heyra þegar ég aga son minn í kringum aðra að ég sé að leyfa honum að komast upp með frekju. Áður tók ég þessu inn á mig, enda ekki orðin nægilega örugg í mínu hlutverki, sem móðir í fyrsta skipti. Ég er samt alltaf þakklát fyrir öll þau ráð sem ég fæ, og það er auðvitað á minni ábyrgð að nýta mér þau eða ekki, en það er ákveðin pressa og óöryggi sem getur myndast þegar aðrir eru í kring og telja mann vera fara rangt að.
Í dag læt ég þetta sem vind um eyrun þjóta og held mig við það að byggja upp fallegt tilfinningalegt samband við son minn, og vera trú minni sannfæringu.
Það má vel vera að þetta sér erfiðari leiðin til þess að ná fram hlýðni hjá börnum, en að mínu mati þá vil ég ekki að barnið mitt sé þægt einungis vegna þess að það þorir ekki öðru eða telur mömmu ekki elska sig jafn mikið þegar erfiðar tilfinningar sem 2 ára gutti kann ekkert á, banka upp á.
Ég er alltaf með honum í liði. 

11650923_852565221478391_1870569622_n

Í lokin vil ég minna á bókina Árin sem enginn man eftir Sæunni Kjartansdóttur, ef ég fengi að ráða þá væri hún gefin með öllum 20 vikna sónar svo foreldrarnir geti lesið hana áður en það dýrmætasta sem við erum svo heppin að fá að móta kemur í heiminn.

13925320_1083188641749380_7827693544413800232_n

Snapchat & Instagram : Ernuland

xx

Erna Kristín