ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Húðslípun, mín upplifun

Mér var boðið að kíkja í Húðslípun um daginn hjá Húðfegrun.
Ég ákvað að skella mér þar sem ég hef verið með extra mikil óhreinindi í húðinni, sérstaklega á nefinu og hökunni.
Ég var búin að reyna allskonar trix til þess að hreinsa þessi svæði, en ekkert gekk…svo ég ákvað bara að skella mér!
Ég fór í 2 skipti, eftir annað skiptið sá ég gífurlegan mun…en ég fékk að heyra frá vinkonum að húðin á mér væri extra ferskleg og hrein!
Svo það staðfesti algjörlega fyrir mér að þetta virkar!
En ég var þó strax meðvituð um ferskleikann í húðinni og var mun meira lifandi og ekki eins föl en ég sá það strax eftir fyrsta tíman hjá þeim. Þær mæla þó með að taka 4 skipti með stuttu millibili og síðan þarf aðeins að viðhalda meðferðinni á 2-3 ára fresti einu sinni og einusinni.

Húðslípunin tók aðeins 30mínútur

Húðslípun er samt ekki aðeins fyrir óhreina húð! Hér fyrir neðan er listi sem þið getið skoðað…kannski er húðslípun eitthvað fyrir þig?

Húðslípun vinnur á:
• Fínum línum og hrukkum
• Exemhúð
• Örum eftir bólur og skurði
• Ótímabærri öldrun húðarinnar
• Hörundslýtum
• Húðþykkildum
• Unglingabólum
• Óhreinni húð

Nánar um Húðslípun: 

Húðslípun er áhrifarík og örugg húðmeðferð sem hreinsar vel ysta yfirborð húðar, þéttir og styrkir. Meðferðin fjarlægir dauðar húðfrumur og örvar vöxt nýrra frumna og bandvefs í undirlagi húðarinnar. Strax eftir fyrstu meðferð fær húðin ljóma ásamt því að húð verður frísklegri, unglegri, þéttari og svitaholur minni. Áferð húðarinnar verður fallegri, mýkri og sléttari.  Það sem gerir Húðslípun svona einstaka er tæknin sem tryggir örugga og árangursríka hreinsun á ysta lagi húðarinnar. Meðferðin fjarlægir stíflur, óhreinindi og húðfitu sem er föst í svitaholum og fínum línum. Eftir meðferð verður húðin móttækilegri fyrir virku efnunum í kremum sem borin eru á andlitið. Þessi einstaka húðmeðferð lætur húð þína líta betur út og endurheimta ljóma sinn. Meðferðin bætir áferð og vinnur gegn öldrun húðarinnar. Eldri húð sem farin er að þynnast þéttist og styrkist. Á meðan á meðferð stendur verða stöðugar framfarir og er sjáanlegur munur eftir hvert skipti. Húðslípun er öflug og árangursrík meðferð sem hentar öllum aldri og húðtegundum, frá unglingum og upp úr.

Rauð og fersk einsog eftir góða útiveru. Húðslípunin tók vel í…þetta var þó alls ekki vont, en ég fann að það var klárlega eitthvað að ské! Kannski meira svona “gott vont”

Ef þetta er eitthvað fyrir þig, ekki þá hika við að hafa samband við þær hjá Húðfegrun. Þær eru allar hjukrunarfræðingar og vel hæfar til þess að hjálpa þér að finna réttu meðferðina fyrir þig!
Hægt er að hafa samband við þær í gegnum Facebook síðu þeirra : HÉR

Þar til næst!

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland