ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Hvað er það fyrsta sem þú ætlar að gera þegar þú kemst í fríið?

Á dögunum fórum við fjölskyldan til Tenerife…yndislegt í alla staði. Við nutum okkar í botn og eins og flestir vita sem eiga börn þá er það aldrei beint frí að fara með barn til spánar, en ég fann samt sem áður fyrir mjög mikilli afslöppun og kom hreint út sagt endurnærð heim! Ég tel ástæðuna vera einfalda! Við eyddum ekki öllum okkar tíma í búðarrápi í stórum mollum.
Ég var búin að versla allt það sem þurfti fyrir sólina á litla strumpinn og mig áður en við fórum út svo fyrsta sem það var sem ég gerði var að fara beinustu leið með honum í sundlaugina, leika og njóta!

Ég hef áður farið til sólarlanda þar sem mig vantaði bikiní, sandala, stuttbuxur, sólarvörn, handklæði og ýmislegt annað sem nauðsynlegt er að hafa með sér í heitu landi. Eftir flugið beið mín þá búðarráp til þess að geta byrjað að njóta! Held við könnumst mörg við þetta!
Ég ætlaði aldeilis ekki að klikka á þessu núna, og vá hvað ég mæli með þessu!

Ég verslaði á okkur í Lindex, en Lindex er með svo æðislegt verð að ég hefði ekki fundið þessi gæði og svona fallegar vörur á betra verði á Tenerife!

Þessi kjóll bjargaði lífi mínu í þessari ferð…!

Loose bolur og æðislegur haldari sem er ekkert smá flottur í bakið!

Það er sko meira en nóg í boði hjá Lindex af sumarfatnaði!
Mæli með að kíkja við hjá þeim og skoða þetta magnaða úrval & hafa kost á því að byrja strax að njóta þegar á áfangastað er komið!

xx

Erna Kristín