ErnaKristín skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Erna Kristín – Hvað setur punktinn fyrir i-ið í eldhúsinu ?

Núna er ég búin að vera standa og stara á eldhúsinnréttinguna hjá mér í nokkra daga & velta því fyrir mér hvað ég get gert til að gera þetta eldhús geggjað! Við erum með gráa innréttingu frá IKEA sem er æðislega sæt & þá sérstaklega vegna þess að við erum með hvítt gólfefni ( bráðum hvíta marmaraplötu ) sem leyfir gráa litnum að njóta sín rosalega vel. En aftur að störunni……ég er að stara, og stara svo aðeins meira þegar ég loksins fatta hvað vantar!!! ( greyjið Bassi hann fær aldrei frið ) allavegana. Það sem vantar er vaskur….jú auðvitað erum við með vask….en ég er ekki að tala um venjulegan vask….við þurfum vask sem setur punktinn yfir i-ið. Ég er ekki búinn að finna hann ennþá en þið fáið auðvitað að sjá hann þegar hann er kominn & getið fylgst með ferlinu á snappinu : Ernuland. En hér fyrir neðan ætla ég að deila með ykkur hugmyndum af drauma vaskinu, en draumavaskurinn minn er úr postulíní eða marmara með gamaldags krönum!

Nei halló! 

Krakkar, spenningurinn er áþreyfanlegur….já yfir vöskum.

Meira spennandi verður það ekki!!!!

Takk fyrir, pent.

xx

Erna Kristín