ErnaKristín skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Erna Kristín – Innlit í barnaherbergið

Þá er komið að sérstaklega skemmtilegu innliti. Ég myndi telja þetta vera stílhreinan Retró stíl, sem er virkilega vel útfærður eftir löngunum barnsins. Mjög skemmtilegt herbergi!

Nafn : Ég heiti Sandra Gunnars,  og bý í Grafarvogi  Ég hef mikin áhuga á innanhúshönnun.

Hvað áttu mörg börn ?
Ég á 2 börn. Hafdísi Marý 5 ára  og Erik Júlían 3 ára

Eyðir þú miklum tíma í barnaherberginu ?
Ég eyði töluverðum tíma í barnaherbergjunum með börnunum og þess að milli í að innrétta eða breyta til.

Hvernig myndir þú lýsa þínum stíl ?
Ég hef í raun engan sérstakan stíl en í barnaherbergjunum reyni ég að einblína á léttleika og glaðlegt yfirbragð.

13517973_10153674516128240_13630554_oHvar færðu innblástur ?
Ég fæ innblástur meðal annars af netinu td Pinterest en síðan útfæri ég hlutina á minn hátt.

Hvað finnst ykkur fjölskyldunni gaman að gera saman ?
Við fjölskyldan reynum að eyða sem mestum tíma saman, og við erum einmitt á leiðinni í bústað um næstu helgi þar sem við ætlum að hafa það kósý í nokkra daga og njóta lífsins. Annars finnst okkur líka gaman að leika okkur á róló og kíkja í Kolaportið um helgar. Það er oft sem maður finnur gersemar þar

Hefur barnið mikla skoðun á herberginu?
Minn gutti vildi fá batman herbergi og reyndi ég þá að einblína á gult og svart sem eru aðal batman litirnir. Hann hefur í raun engar aðrar skoðanir á herberginu sem slíku (enn sem komið er) svo lengi sem hann hefur dótið sitt auðvitað og búningana sína upp á vegg en hann er mikill búningakall

13569794_10153674516043240_1341848180_o

Ertu með einhverjar skemmtilegar hugmyndir fyrir barnaherbergið sem þú getur deilt með okkur ?
Fallegir límmiðar á veggina finnst mér flott. Það er t.d hægt að kaupa marga flotta á ali express. Hafa snyrtilegar jafnvel upphengdar dótahirslur til að geyma dótið í. Síðan bara að hafa gaman!

Hvað finnst þér skipta miklu máli þegar kemur að barnaherberginu ?
Mér finnst litrík barnaherbergi æðisleg! Mér finnst líka flott að blanda svolítið saman nýju og gömlu og hafa við með til að skapa hlýju. Ekki bara að hafa allt svart og hvítt.

13555790_10153674516198240_1351878188_o

13548775_10153674516173240_495252493_o

13524208_10153674516188240_1781509903_o

 

Takk fyrir  spjallið

xxx

Erna Kristín

KRÓM