ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Instagram vikunnar er klárlega í girnilegri kanntinum

Instagram vikunnar er klárlega í girnilegri kanntinum. Eigandi Instagramsreikningsins er hún Katrín Pálsdóttir. Segja má að Katrín sé með einstaklega góða hæfileika þegar kemur að bakstri ! Ég tók smá viðtal við Katrínu sem má lesa hér að neðan ásamt myndum af girnilegu kökunum hennar !

Katrín Pálsdóttir, 37 ára. Gift, tveggja stelpna móðir.

Menntun í Innanhúshönnun og Hönnunar Tæknifræði.

Búið erlendis síðastliðin 12 ár, þ.á.m Þýskalandi, Spáni, Danmörku og Bandaríkjunum. Bý á Selfossi um þessar mundir.

Elska kökur, er mikill sælkeri og í hvaða nýja landi, nýju borg, nýja bæ sem ég flutti til þá voru það kökuhús, bakarí og kondidori sem ég leitaði uppi. Veit um nokkra vel faldna gullmola í Evrópu og Ameríku.

Amma Lóló í Rósakoti kenndi mér allt um bakstur en ég smitaðist af kökuskreytingum af einni frænku eiginmanns míns, henni Ingu Birnu.

Kötu Kökur byrjuðu sem Kate´s Cakes Copenhagen á þeim tíma sem ég bjó í Danmörku. Var búin að vera að baka og skreyta kökur fyrir danska vinkonu sem segir sjálf að eldhúsið er ekki hennar staður og hún ýtti mér af stað. Máttur Facebook og Instagram sá um rest 🙂

Finn mikla ástríðu í að hanna og sjá afrakstur…..í mínu tilfelli er það í kökuskreytingum.

Mæli með að kíkja við á þetta Instagram! NAMMNAMMNAMM!

xx

Erna Kristín