ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Jólin mín verða í NYC ! Ég get ekki beðið!

Við fjölskyldan tókum skyndiákvörðun & ætlum að eyða jólunum í New York City!

Ég er eiginlega að springa úr spennu, en eins og við flest vitum….þá eru jólin í NYC á sterum!

Ég fæ svo mikið kítl í magan…..Það benda mér margir á eitt atriði : “Þú veist að það er kalt og það er snjór í NYC yfir jólin” Jájájá ég veit……og já ég veit að ég hefði kosið sólina, svona í ljósi þess að við búum á Íslandi…….en ef það er einhver staður á hnettinu, þar sem það er í lagi að það sé snjór….þá er það í NYC yfir jólin!

Það hefur verið lengi ætlunin að prófa eitthvað nýtt, prófa jólin á öðrum stað en hérna heima…..Við vorum samt aldrei ákveðin, og vissum ekkert hvert við vildum fara. Við ráfuðum á wowair.is til að skoða ódýra áfangastaði og sjáum þá enmitt NYC & ekki nóg með það, að það var 30% af fluginu með kóðanum WOWHREKKUR.….við fengum miðana á grín verði! Jólin eru að fara að koma á sléttu, heima vs í NYC sem er auðvitað bara snilld!

 

ÉG GET EKKI BEÐIÐ KRAKKAR!

Ykkur er velkomið að fylgjast með okkur á Snappinu & Instagram : Ernuland….en ég tek ykkur að sjálfsögðu með mér í þessa nýju jólaupplifun í NYC !

Þar til næst!

xx

Erna Kristín