ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Jólin í NYC

Við tókum þá skemmtilegu ákvörðun að eyða jólunum í NYC þetta árið….
Ferðin í heildina var hreint út sagt æðisleg. Ég hef aldrei á æfi minni kynnst jafn kurteisu fólki og í NYC.
Ég var búin að kvíða mikið fyrir ferðinni, enda full ranghugmynda um borgina og fólkið. Ég hefði vel getað sparað mér vangavelturnar og kvíðan, því okkur leið eins og konungsfjölskyldu þarna úti. Það var alltaf opnað hurðina á öllum búðum fyrir okkur þegar fólk sá að við vorum með kerru ( ég veit ekki hversu oft ég hef klöngrast með kerruna ein í gegnum hurð á búð í Reykjavík og ekki ein manneskja býðst til að aðstoða mig ) það var alltaf boðið góðan daginn, brosað til Leon Bassa og sagt okkur hvað hann væri sætur og Bassa var meira að segja bent á að reimin væri laus….okkur fannst það í sjálfu sér mjög fyndið. En það staðfesti bara algjörlega hvernig fólkið í stórborginni NYC kemur fram.

Smá tips fyrir þá sem vilja ferðast til NYC 

Ég myndi segja að vika til 8 dagar í NYC sé max.
Við vorum í 10 daga sem var auðvitað æðislegt, en vorum öll orðin vel góð eftir vikuna. Einnig mæli ég með að vera búin að plana daginn áður en þið farið út. Borgin er stór, og það er áreiti allstaðar í kring, sérstaklega þegar um ræðir “holiday” 
Yelp appið bjargaði okkur algjörlega úti! Himnasending og ekkert annað! Mæli með því, það hjálpaði okkur að komast á mun fleiri staði því við eyddum mun minni tíma í að villast eftir að við sóttum appið!
Borgin er stórglæsileg, og það er ekkert skemmtilegra en að rölta um njóta háhýsanna og finna sæt lítil kaffihús.
En það eru nokkur atriði MUST sem ég ætla að deila með ykkur núna.

Skór sem þú ert búin/nn að ganga til, hlý föt ef þið eruð að ferðast á þessum tíma, góðir vettlingar, góð taska!

Það er ekkert leiðinlegra en að fá hælsæri á fyrsta degi, eða njóta og frosna á sama tíma, eða finna ekki fyrir puttunum á þér. Það er allt í lagi að vera full on túristi, og líta út sem slíkur ( hver þarf að vera smart ? ) Segjum bara sem svo….að þú færð bókað mera dekur fyrir vikið!


Við litla fjölskyldan nutum okkar í botn í NYC og erum mjög ánægð að hafa skellt okkur í þessa veislu! Það er auðvitað algjört lykilatriði að upplifa NYC jól….amk 1x !

Takk fyrir okkur NYC!

Þar til næst!

xx
Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland