ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Leon Bassi á besta pabba í heimi

Ég skrifa þennan pistil út frá fjölskyldumynstrinu mamma & pabbi, því það er minn veruleiki, þið lesið pistilinn út frá ykkar fjölskyldumynstri. 

Leon Bassi á besta pabba í heimi, í sínum veruleika. Önnur börn eiga besta pabba í heimi í sínum veruleika, en það er alls ekki sjálfgefið að börn fái að eiga besta pabba í heimi en Leon Bassi er svo heppinn að hann mun alltaf fá að eiga besta pabba í heimi.

14886161_1160851470649763_1808005493_n

Að vera móðir er magnað hlutverk, þú mótar einstakling inn í líkama þínum og fæðir hann svo út í heiminn í gegnum móðurkviðinn.
Þú ert orðin móðir.
Eftir að ég varð móðir kynntist ég nýrri tilfinningu, tilfinningu sem ég hef aldrei fundið fyrir áður.
Tilfinningin var jafn ný og litla barnið sem ég hélt á.
Þessar tilfinning lýsir sér þannig að þú ert tilbúin að gera allt fyrir þetta litla barn. Þessi nýja tilfinning er yfirþyrmandi, hún grípur þig alla og þú setur allar þínar þarfir og tilfinningar til hliðar til þess að sinna barninu sem þú fæddir en á sama tíma heldur þú þér heilbrigðri og í andlegu jafnvægi til þess að geta veitt barninu allt það besta.
Þetta hlutverk sem þér var gefið er erfitt, en vegna þess að þessi nýja tilfinning birtist upp á yfirborðið, þá verður þetta ekki eins erfitt.
Um leið og Leon Bassi var farinn að sjá lengra og greina andlit þá fljótlega fór ég að sjá að hann fór að mynda sér sterk tengsl lengra en af bringunni á mér. Litla barnið sem var háð mér á allan hátt var farið að þreyfa anga sína lengra, hann var farinn að mynda sér raunveruleg tengsl við pabba sinn sem var það fallegasta sem ég hef séð. Hann fann ró hjá pabba sínum sem hann í raun var aðeins vanur að finna á brjóstinu mínu.
Tíminn líður og áhugi Leons Bassa á pabba sínum eykst með hverjum deginum. Að sjá barnið sem þú fæddir sækjast meira í annan einstakling en þig sjálfa getur verið erfitt, það kemur upp ákveðin tilfinning sem líkist afbrýðisemi. En það sem vegur upp á móti þessari tilfinningu er tilfinningin sem bættist við í tilfinningabankann þegar þú fæddir barnið, það var tilfinningin sem færir þarfir og tilfinningar barnsins fremri þínum.
Leoni Bassa finnst mun skemmtilegra að leika við pabba sinn en mig, honum finnst einnig mun meira kósy að sitja með pabba sínum og horfa á vídjó og pabbi hans er eini sem má taka hann úr bílstólnum eða rétta honum stútglasið.
Allt þetta vekur upp þessa afbrýðissemistilfinningu en á móti kemur að litla barnið sækist til skiptis til okkar þegar hann þarf huggun og jafnvel aðeins oftar til pabba síns, en mér finnst það bara fallegt og það sýnir mér að barnið okkar er öruggt og þorir að mynda tengsl við hitt foreldrið án þess að hræðast að hitt foreldrið verði fjarlægt á móti.
12274331_10153379404000958_3046109388388899688_n

Það sem Leon Bassi fór að gera þegar hann fór að sjá veröldina stærri en aðeins mig var að mynda tengsl við pabba sinn og hann mun halda áfram að gera það alla ævi, ég er móðir hans og það getur enginn tekið það frá mér og því er ég örugg í mínu hlutverki.
Ég þarf ekki að vera í fyrsta sæti hjá barninu mínu, en barnið þarf að vera í fyrsta sæti hjá mér og því mun ég aldrei hefta tilfinningar þess. Því stærsta gjöfin sem móðir getur veitt barninu sínu er að leyfa því að elska fleiri en bara sig, leyfa því að teygja anga sína, mynda og móta sterk tengsl við aðra.
Ég elska að sjá að þeir eru bestu vinir, og ég elska að sjá að Leon Bassi sér ekki sólina fyrir pabba sínum, og ég elska að sjá hversu þolinmóður og yndislegur pabbi hans er þegar þeir eru saman.
Leon Bassi mun alltaf fá að upplifa þann veruleika að eiga besta pabba í heimi.
Ég mun aldrei taka það frá honum, því hans tilfinningar eru fremri mínum og hans réttur á að vera tilfinningalega frjáls og mynda og móta þau tengsl sem hann þarf er mín gjöf til hans.

Fyrir áhugasama : Sanapchat & Instagram : Ernuland 

xx
Erna Kristín