ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Meðferðin sem reddar hárinu fyrir brúðkaupið og klikkað litashow! Sjáðu myndirnar!

Litashow

Jæja…núna á dögunum var klikkað Alter Ego litashow sem ég var hármódel á.
Meðferðin sem var gerð á mér heitir Ego Bond og er klikkuð lagfæringarbomba fyrir hárið!

Fyrir & Eftir // Solla frá Stúdeo S á Selfossi, snillingur með meiru! 

Showið var haldið af Reykjavik Warehouse og fram komu íslenskir fagmenn sem eru frá Reykjavik Warehouse Education Team og þeim til aðstoðar voru nemar úr hárákademíunni ásamt tveimur ítölskum fagmönnum

Fram kom það nýjasta í hárheiminum en eitt af því er svo sannarlega litirnir og tengdar vörur frá Alter Ego Italy en síðan þeir komu á markaðinn hefur orðið mikil breyting til hins betra því litirnir eru mjög rakamiklir og glansmiklir auk þess að vera amoníak, paraben og PPD fríir.

Slagorð Alter Ego Italy er “fallegt hár, heilbrigt hár” Sem þýðir að þeir leggja mikið uppúr uppbyggingu og heilbrigði en ekki bara að “lita hár” því þetta tvennt þarf auðvitað að fara saman því annars verður útkoman aldrei falleg!
Ego bond meðferðin sem ég fór í, og mun halda áfram að fara í hjá henni Sollu á Stúdeó S sem er staðsett á Selfossi er ein snilldarmeðferðin frá Alter Ego Italy!

Ego bond er meðferðin sem ég valdi að fara í af því að hárið á mér er ekki í góðu ástandi og ég hefði þurft að klippa talsvert af því sem ég er bara alls ekki tilbúin að gera svona korter í brúðkaup.
Ego bond er djupnæringar meðferð sem vinnur á skemmdu og brotnu hári.

Ego bond byggir upp hárið og nær að endurheimta teygjanleika hársins og styrk. Djupnæringar fara ekki eins vel inni hárið og na þær ekki að vinna nærri því eins djúpt á skemdum líkt og Ego bond gerir. Snilldin er samt sú að það er hægt er að nota meðferðina samhliða lit/aflitun eða eina og sér. En næstu mánuði er ég að fara að koma hárinu í lag fyrir brúðkaup svo ég mun gera bæði. Meðferðin verður blönduð út í lit þegar ég er í litun og svo eitt og sér amk einu sinni á milli litana.

Myndir frá Neverland litashowinu! 

Takk fyrir mig! 

Hafðu samband HÉR við Reykjavik warehouse til að fá upplýsingar um hvaða hárgreiðslustofur nota alter ego italy vörurnar á íslandi.

Þar til næst

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland