ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Erna Kristín – Nauðsynlegt stopp á Suðurlandinu sem er kósý og smá rómó líka
Ef þú átt leið um Suðurlandið, og ert jafnvel að keyra í gegn um Selfoss….þá langar mig að gera þér greiða og segja þér aðeins frá einum af mínum uppáhalds veitingastöðum á landinu.
Ég fæ vatn í munninn strax, bara við tilhugsunina….en staðurinn heitir Tryggvaskáli og er staðsettur á Selfossi, við brúnna.


Maturinn þar er unaðslegur, æðislega rómantísk og kósy stemning en samt þannig stemning að það er æðislega gaman að koma þarna í góðum hóp líka og njóta saman.
Tryggvaskáli er með eldri húsum á Selfossi, og hefur mjög magnaða sögu að geyma, sem þið getið lesið nánar um HÉR !

Þetta er bara smá brot af allri matargleðinni sem Tryggvaskáli býður upp á, en það mætti halda að þau niðri í eldhúsinu væru með einhverskonar náðargáfu í matargerð, því það er ekkert, og þá meina ég ekkert sem klikkar hjá þeim!

Tryggvaskáli er æðislega innréttaður, en við Bassi höfum fagnað all mörgum áföngum í okkar sambandi á veitingastaðnum og það skemmtilega við staðinn að hægt er að sitja bara tvo saman í ró í sér herbergi og borða…okkur finnst það æðislega næs, og höfum fengið sama herbergið í nánast öll þau skipti sem við höfum komið og alltaf jafn ánægð með upplifunina og matinn!

Fyrir áhugasama er hægt að skoða matseðla og annað: Hér ! 
Takk fyrir okkur!

xx
Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland