ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Njótum….núna.

Eins og ég hef sagt ykkur áður…þá fór ég á námskeið hjá henni Kristínu Maríellu um daginn, sem jú ég tengdi bara svona rosalega vel við & ætla því að fara á annað námskeið núna 2.águst, en það námskeið heitir : Að setja mörk…ég er að springa úr spennu!

Á fyrsta námskeiðinu, sem var grunnnámskeið…þá talaði hún um að njóta barnanna okkar núna, og þá akkurat núna í mómentinu….Ég hef alltaf verið með þetta á bakvið eyrað og reynt eftir bestu getu að njóta Leons Bassa akkurat í mómentinu en þessi settning er í svo rosalega stóru samhengi ef við skoðum þetta aðeins betur.
Njótum barnanna okkar núna….hvað þýðir það?
Ég held að það hljóti að þýða (….hættum að ýta börnunum okkar í átt að einhverju öðru en þau eru að gera akkurat núna. Hættum að þjálfa þau í að labba, sitja, rúlla, lesa, lita, hjóla, synda……ég er alls ekki að segja að þetta séu ekki hlutir sem á að hunsa og ekki kenna börnunum okkar……EN, þetta eru samt alls ekki atriði sem við þurfum að ýta á börnin okkar með og vera í kappi við aðra og reyna láta barnið okkar vera það fyrsta í að lesa, labba, synda eða lita……Þetta eru allt hlutir sem við kynnum fyrir börnunum okkar, sem þau meðtaka og treystið mér….þau munu læra þetta þótt við þjálfum þau ekki í þessu á unga aldri….( best að taka fram að ég á við börn yngri en í grunnskóla )


Kristín tók fram frábæra settningu sem hljóðaði svona : Erlier is not better-eftir Mögdu Gerber.…þetta er settning sem ég ætla að taka með mér inn í uppeldið og njóta þess að Leon Bassi elskar að sulla, kasta steinum í vatn, skoða bækur hratt, og krassa á blaðið ( gólfið ) Ég ætla ekki að vera einbeita mér að því að hann sé ekki að teikna “fallega” mynd akkurat á blaðið, skoða bækurnar með sérstaklega miklum áhuga og þolinmæði, gera eitthvað sem meikar meira sens en að kasta 100 steinum í vatn ( já við tökum góðan klukkutíma í þetta athæfi….daglega ) en ég veit að hann mun gera hitt seinna…hann mun læra það, ég þarf ekki að sitja yfir honum og þjálfa hann.

Leyfum börnunum okkar að njóta sín, njóta nærveru okkar án afskiptarsemi og ónærgætni. Leyfum ungabörnunum okkar að skoða á sér hendurnar án þess að veifa hringlu í andlitið á þeim.
Leyfum strákunum okkar að stara á grasið án þess að spyrja: leiðist þér? eða sjáðu, hér er bolti…leyfum stelpunum okkar að skoða sig í speglinum án þess að trufla þær…leyfum börnunum okkar að vera meðvituð um sig, umhverfið án truflana og þrýstings frá okkur.


“Gerum minna, slökum á, fylgjumst með og njótum barnanna okkar akkúrat eins og þau eru, akkúrat í dag” – Kristín Maríella  –  Respectfulmom.com

 

Snapchat / Instagram : Ernuland

xx

Erna Kristín