ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Núna er sólin extra lágt á lofti…sólgleraugu með styrk eru að bjarga mér þessa dagana !

Ég þarf gleraugu, við öll athæfi….mér finnst alveg glatað að eiga aðeins ein  gleraugu, því mér finnst þau ekki alltaf passa við tilefnið. Stundum er ég fínni en aðra daga og stundum er ég meira casual.
Úrvalið í Sjón Reykjavík er það frábært að ég get raunverulega fundið gleraugu sem passa við öll tilefni.
Það sem gladdi mig sérstaklega mikið var að Sjón Reykjavík býður upp á klikkaðslega flottar umgjörðir sem allar geta tekið sólgleraugu með styrk, og einnig án styrks! Svo ef þig langar í flott eða t.d vintage sólgleraugu með eða án styrks þá mæli ég með Sjón Reykjavík!

Þessi sólgleraugu eru hönnuð af eiganda Sjón Reykjavík, Markus Klingers. Ást við fyrstu sýn! 

Ég var búin að draga þetta allt of lengi en að velja sér gleraugu getur við fyrstu sýn virst vera flókið mál en svo þarf alls ekki að vera. Hin fullkomna gleraugnaumgjörð er rétt handan við hornið.
Flott gleraugu eru eftirtektarverð og geta jafnvel endurspeglað persónuleika þess sem þau bera.
Þau gefa útlitinu dýpt en geta líka verið þrælskemmtilegur aukahlutur í takt við klæðnað dagsins.

 

En hvernig velur maður sér gleraugu? Í samstarfi við Sjón gleraugnaverslun á Laugavegi 62 fórum við í gegnum ferlið og komumst að því að þetta er auðveldara en fyrst virðist.

Til þess að byrja með er best að vera opinn fyrir öllu og tilbúinn til þess að máta allt. Mikilvægt er að fara í gleraugnaverslun með góða þjónustu og þægilegt andrúmsloft vegna þess að leitin að réttu gleraugunum getur tekið tíma.


Skrefin eru þrjú:

1) Byrjaðu á að finna rétta formið fyrir þitt andlitsfall.

2) Viltu gleraugu úr plastefni eða málmi? Nefpúða eða ekki?

3) Hvernig viltu að gleraugun séu á litin?

Það er auðveldast að finna gleraugu þegar þú veist hvaða form gleraugnaumgjarða fer þér vel; hringlótt, rúnuð, kössótt, möndlulaga, kisugleraugu, aviator o.s.frv.
Oft eru starfsmenn gleraugnaverslunarinnar fljótir að sjá hvers konar andlitslag þú ert með og geta ráðlagt þér. Athugið að nokkur gleraugnaform geta farið andlitsfallinu þínu vel svo þú þarft að velja úr hvaða gleraugu fara stílnum þínum best. Næst er hægt að finna út hvort þér finnist þægilegra að vera með gleraugu úr plastefni eða málmi. Algengara er að gleraugu úr plastefni séu ekki með nefpúða, það er mjög persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Sumir vilja aðeins gleraugu með nefpúðum, aðrir ekki. Þegar því er lokið vitum við hverju við erum að leita að og finnum gleraugun í réttum lit.

Það er gott að taka fjölskyldumeðlim eða vin fyrir aukaálit en mundu að mestu máli skiptir að þú sért ánægð/ur með valið því að lokum ert það þú sem munt ganga með þau.

Sjón gleraugnaverslun á Laugaveg 62 á sér skemmtilega sögu. Hún er í eigu austurrísks sjóntækjafræðings, Markus Klingers, sem kom til Íslands árið 1989, þá nítján ára gamall. Hann var nýútskrifaður úr námi og fékk atvinnutilboð í Madagascar og á Íslandi. Hann valdi að flytja til Íslands og segir Markus að um leið og hann steig út úr flugvélinni vissi hann að hér ætti hann heima. Hann vann í gleraugnaverslunum í Reykjavík þar til hann stofnaði sitt eigið fyrirtæki árið 1999, verslunina Sjón. Markus segist leggja áherslu á framúrskarandi þjónustu og hann vilji bjóða upp á sem fjölbreyttasta úrval gleraugnaumgjarða. Hann býður upp á fríar sjónmælingar með öllum keyptum gleraugum, lesgleraugu, göngugleraugu, íþróttagleraugu, mígrenisgleraugu, sólgleraugu (með eða án styrks), linsur og alls konar aukahluti.

Markus Klingers

Verslunin er vinsæl fyrir vintage gleraugun sín en árið 2009 keypti Markus elstu gleraugnaverslun landsins og geymdi gleraugun lengi á lager hinum megin við götuna svo nafnið Retrolagerinn festist fljótt við safn gleraugnanna sem telur upp á 4000 umgjarðir frá árunum 1948-1989, allar ónotaðar og í toppástandi. Retrolagerinn er frábær kostur fyrir þá sem vilja gleraugu með karakter þar sem hver einasta umgjörð er einstök á sinn eigin hátt.

Markus hannar líka sína eigin gleraugnalínu sem heitir Sjón Reykjavík og eru gleraugun seld í Bandaríkjunum þar sem hönnunin hefur fengið frábærar undirtektir. Sjón á Laugavegi er eina verslunin á Íslandi sem selur merkið. Hönnunin sker sig án efa úr öðru gleraugnaframboði á Íslandi vegna þess hversu litríkar umgjarðirnar eru.

Hægt er að fylgja Sjón á instagram (sjonrvk) og á facebook : HÉR (/sjongleraugu) og panta tíma í sjónmælingu í síma 5116699.
Eða bara kíkja í heimsókn á Laugarveg 62!

xx

Erna Kristín
Snapchat & Instagram : Ernuland