ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Ný verslun á Laugarvegi

Mér var boðið að koma & skoða nýja undirfataverslun Lindex á Laugarveginum. Verslunin er glæsileg, enda er Lindex teymið fagmenn út í eitt. Úrvalið er fjölbreytt og glæsilegt, en ég er nú þegar mjög hrifin af undirfatnaði Lindex, og eru nærfötin frá þeim þau einu sem ég kýs að nota. Nýja verslunin er staðsett á Laugarvegi 7 & í búðinni fæst, undirfatnaður, nærfatnaður, sundföt og snyrtivörur.

Blúndutopparnir frá Lindex eru í miklu uppáhaldi hjá mér, enda mjög þæginlegir og ekki skemmir hversu fallegir þeir eru

Í Lindex er boðið upp á mælingar svo það auðveldi kaupin á brjóstarhöldurum. Úrvalið er fjölbreytt & því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi!

Takk fyrir mig Lindex & til hamingju með nýju verslunina!

xx

Erna Kristín