ErnaKristín skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Erna Kristín – Nýtt samlokuæði !!

Nýtt samlokuæði er skollið á, og já…ég segi bara eitt : NAMM!
Ég náði smá viðtali við eiganda Samlokubarsins en það er hann Valþór Örn, oftast kallaður valli, en hann er einnig eigandi 24iceland.is.

Segðu mér aðeins frá Samlokubarnum: “Þetta er staður sem býður upp á gott úrval af öðruvísi samlokum. Við erum með steikarloku, Rifburger, BLT loku, Veganburger og salat a matseðli.
En svo eru 3-4 gerðir af nýsmurðum samlokum “kaldar” í kalda borðinu okkar og er það misjafn. Stundum eru við með Roasbeef, mangósalat, kjúklingasalat, brauð með skinku osti eggjum og sósu. Svo er í raun hægt að velja sér bara á Samlokuna sem við gerum. Allar samlokur eru smurðar fyrir framan þig. Brauðið gerði ég í samstarfi við Gæðabakstur og var ég lengi að finna brauðið sem mér finnst fullkomið.

Hvernig byrjaði þessi snilld? “Þetta byrjaði á þvi að mér fannst þetta vanta, það er mikið um þessar hefðbundu samloku og djús staðir sem mér finnst geggjaðir en þetta vantar. ÉG ELSKA FÁ GÓÐA SAMLOKU”

Hvar er Samlokubarinn? “Krónunni lindum

Hvað er annað á döfinni? “Okkur langar auðvitað að opna annan stað sem allra fyrst og það er í skoðun þessa dagana og já svo er ég að fara út í bransa sem tengist barnafatnaði á næstu vikum. Mikið pælt í þvi síðustu árin en ég er búinn að hitta snilling sem ég hlakka til að vinna með og eru mjöööög skemmtilegar pælingar þar.”

Það má segja að Valþór Örn, oftast kallaður Valli, sé múltítasker með meiru! Spennandi verður að fylgjast með nýjum verkefnum…en ég mæli mikið með að gera sér ferð á Samlokubarinn sem er staðsettur í Krónunni, lindunum og fá sér almennilega samloku !!

xx

Erna Kristín