ErnaKristín skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Erna Kristín – Á óskalistanum er æðislega fallegar Morokkó mottur!

Á óskalistannum eru mottur frá Morokkó! Sjálf hef ég ferðast til Morokkó & það sem situr helst eftir eru allar þessar glæsilegu mottur sem voru á hverju horni! Mig langar að segja ykkur aðeins frá mottunum!

Motturnar frá Marokkó eru ofnar af ættflokkum þar, hafa yfirleitt verið ofnar með notagildi í huga frekar en sem skrautmottur. Motturnar geta verið með ýmsu munstri, tíglamunstrið hefur verið mjög vinsælt á vesturlöndum uandanfarið en það eru til mjög skemmtileg naívísk munstur í svörtu, brúnu en motturnar eru einnig til í mikilli litadýrð.

Motturnar sem eiga sér aldagamlar hefðir hafa þróast með notagildið í huga. Þar sem það getur orðið mjög kallt og snjóþunk í fjallendi í landinu eru mottur ofnar á því svæði þykkar og með hærra flosi. Motturnar sem ofnar eru í Sahara eyðimörkinni eru með styttra flosi.

Hirðingar og berba ættflokkar hafa notað þessar mottur í rúmin eða til að sofa á á gólfinu. Þær hafa einnig verið notaðar sem ábreiður í hnakka. Algengustu munstrin sem sjást í teppunum eru hefðbundin og gömul og hafa lærst kynslóð fram af kynslóð kannski ekki ósvipað og gömul íslensk lopapeysumunstur. Helsta teppaframleiðsluborg í Marokkó er líklega Fes, gamla höfuðborgin. Þegar borgin var á hátindi sínum á þrettándu öld voru þar yfir hundrað manns sem unnu við litun og þúsundir vefara. Borgin Rabat er þekktust fyrir blóma og tíglamunstrið á ljósum bakgrunni.

Mottur frá Marokkó hlutu miklar vinsældir hjá nútímahönnuðum síðustu aldar eins og Le Corbusier, enda passa motturnar einstaklega vel inná nútíma vestræn heimili. Mikið af þessum mottum eru ofnar af Beni Ourain ættbálknum í Rif fjöllunum. Litirnir hjá þeim geta verið allt frá mjög hlutlausum upp í mjög skæra liti og munstrin allt frá mjög geómetrískum upp í mjög frjáls expressíónísk form.

Hluti af sjarma teppanna er hið frumstæða útlit þeirra. Ólíkt hefðbundnum austurlenskum teppum þá er lítill elegans yfir Marokkó teppunum, sem einhvernvegin gerir það að verkum hve vel þau passa inn á okkar heimili. Mig dreymir um svona mottu, en ég er sjálf rosalega pikkí á mottur. Eftir að hafa grenslast um þá auðvitað eru þær til í einum af mínum uppáhalds verslunum, enda ekkert skrýtið, úrvalið þar er með því fallegra sem ég hef séð! Seimei pantar mottuna sérstaklega í þeirri stærð sem kúninn velur, en það tekur aðeins 2-3 daga að fá mottuna senda eftir pöntun!

Morokkó motturnar fást hjá seimei.is og fyrir áhugsasama þá er linkur á motturnar: HÉR !
Einnig mæli ég með að fylgja þeim á Facebook & Instagram til þess að sækja innblástur! 
Facebook : HÉR
Instagram : HÉR

xx

Erna Kristín