ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Rakel Orra segir okkur hvernig áherslur í hreyfingu breytast þegar þú ert með barni

Rakel Orra og Dóri sem halda uppi snappinu Thol.is eiga von á barni! Núna er ég búin að vera í einkaþjálfun hjá Rakel í rúman mánuð og er að elska það! Hún heldur eintaklega vel utan um mig og passar upp á að æfingarnar séu raunhæfar, markvissar og góðar! Ég tók smá viðtal við hana þar sem hún er með barn undir belti og vildi kanna hvernig æfingarnar breytast í takt við það.

Hvernig breytast áherslurnar á æfingarnar þegar þú ert með barni ?  : Æfingarnar verða ekki jafn harðar, ég er ekki að keyra púlsinn jafn mikið upp og ég er vön, og sömuleiðis tek ég almennt léttari lóð, bæði er krafturinn kannski ekki allveg jafn mikill og vanalega, og það þarf að passa extra vel uppá alla liði þar sem þeir eiga það til að mýkjast á meðgöngu.

 Hvað er gott að forðast í æfingum þegar maður er með barni ? : Það er ekki gott að vera taka mikið af einangruðum kviðæfingum, og sömuleiðis þarf að passa vel uppá grindina, vera ekki að taka æfingar sem leggur ójafnt álag á grindina okkar. Annars er líkaminn rosalega fljótur að láta okkur vita ef honum mislíkar eithvað, svo númer 1,2 og 3 er að hlusta á líkamann.

Eru einhverjar sérstakar æfingar sem þú mælir með ? :Allar æfingar sem aðstoða við að styrkja grindabotninn er stór plus á meðgöngu 😉

Hvar er áherslan ? : Andleg og líkamleg vellíðan.

 Hvernig ætlar þú að æfa á meðgöngunni ? : Ég ætla bara að halda áfram að æfa eins og ég er vön, nema undir minna álagi, hlusta á líkamann og sjá hvað hann segir mér að gera.

Með hvernig mataræði mælir þú með á meðöngunni þegar viðkomandi er að æfa með : Hollt gott og fjölbreytt, það er mikiðvægt að passa vel uppá næringu á meðgöngu. En það hjálpar líka til við að halda orkunni uppi, nóg af trefjum,proteini og hollri fitu.

Gangi ykkur einstaklega vel !
Og aftur!
Innilega til hamingju!

Mæli með að fylgja þeim á snappinu: Thol.is

Þar til næst

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland