ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Réttu ráðin þegar lúsin kemur óboðin í heimsókn!

Það er ósjaldan sem lús fer að ganga í leik- & grunnskólum hér á landinu. Leon fékk sína fyrstu lús núna um daginn, eða með öðrum orðum, sýnar fyrstu lýs…já það var þarna heill ættbálkur af hamingjusömum lúsum, dansandi kónga í hringi í rauðhausnum. Já mamman fékk kast, enda hef ég aldrei fengið lús sjálf & já, þetta var í fyrsta skipti sem ég sá slíka/r.

Ástæðan fyrir þessum skrifum er vegna þess að ég fékk allskonar ráð, misgóð sem hefðu getað kostað mig fleiri þúsundir króna & því ákvað ég að hringja í fyrirtækið sem flytur inn sjampóið sem ég nota til að fá réttar og nákvæmar upplýsingar eftir að mágkona mín benti mér á að mikill misskilningur fer á milli margra foreldra, starfskrafta í apótekum og frá fleirum sem veita ráð gegn lús og fannst mér réttast að skella í létta færslu og leiðrétta misskilninginn! 

Vert er að hafa í huga, að lúsin spyr ekki um stöðu barna í samfélaginu….hún bara kemur sér fyrir þar sem henni henntar & því engin skömm að því að fá lús.

Þar sem ég var að takast á við þetta í fyrsta skipti & fékk allskonar svör frá allskonar fólki, þá ákvað ég bara að heyra í fyrirtækinu sem flytur inn lúsasjampóið sem ég notaði.
-Ég notaði Licener Single Treatment lúsasjampóið, en það á bara að þurfa að nota það aðeins einu sinni. Margir rugla þessu sjampói við eldri meðferðir og halda margir að það þurfi að nota það aftur eftir viku en það er aðeins peningasóun því um ræðir meðferð sem þarf aðeins að nota einu sinni ef rétt er farið að.

-Allt um Licener Single Treatment-

Fljótvirkt: Virkar á 10 mínútum

Ein meðferð með Licener gefur 100% virkni á einungis 10 mínútum! Auk þess er ekki þörf á frekari hárþvotti eða kembingu, sem gerir meðferðina þægilega.

Drepur höfuðlús og nit

Klínískar rannsóknir hafa sýnt 100% virkni Licener gegn höfuðlús og nit hennar.

Virkar í einni meðferð

Licener drepur bæði höfuðlús og nit. Licener kæfir bæði lús og nit hennar með því að mynda hjúp sem stöðvar súrefnisflutning.

Náttúruvara

Licener er óeitrað lúsasjampó sem framleitt er úr náttúruefnum. Licener inniheldur ekki eiturefni eða eldfim efni.

Gott að hafa í huga : 

-Lesa leiðbeiningarnar vel
-Setja sjampóið í þurrt hárið
-Þekja allt hárið – reikna má með einum brúsa á haus ( 2 brúsum ef viðkomandi er með mikið af hári )
-Ástæðan fyrir því að nauðsynlegt sé að þekja allt hárið, er vegna þess að nitin ( eggin ) geta verið neðar í hárinu, en ekki aðeins við hársvörðin & þau þarf að kæfa líka svo það klekjist ekki úr þeim.
-Gott er að kemba fyrir og eftir meðferðina
-Nitin sem sitja enn föst í hárinu ættu að vera dauð eftir meðferðina og er mikill misskilningur að það þurfi þá aðra umferð af sjampóumferðinni frá þessu sjampói.

AÐFERÐ: 

  1. SKREF 1Berið Licener sjampó í þurrt hár. Notið nægilega mikið af sjampóinu til að þekja allt hárið. Magnið sem nota þarf ræðst af sídd hársins, en metta þarf allt hárið niður í hársvörð. Nuddið sjampóinu vel inn og látið það bíða í hárinu í 10 mínútur til að virka. Ef margir fjölskyldumeðlimir hafa smitast af höfuðlús skal reyna að meðhöndla þá alla með Licener sama daginn, til að fyrirbyggja ný smit.
  1. SKREF 2: Skolið Licener sjampóið úr hárinu. Skolið sjampóið vandlega úr hárinu með volgu vatni. Eins og við á um öll sjampó skal forðast að það berist í augu og slímhúðir. Ekki er nauðsynlegt að þvo hárið með venjulegu sjampói eftir meðferð með Licener. Ef óskað er má kemba hárið með lúsakambi eftir meðferðina, til að fjarlægja dauðar lýs og dauða nit.

Einnig er gott að vita þetta um lúsina
( eða mér finnst alltaf best að hafa skilning á því sem ég er að kljást við, svo ég ætla deila þessu með ykkur líka )

Höfuðlús

Höfuðlús er ófleygt ( Róaði mig mjög mikið ) skordýr sem sýgur blóð. Lúsin er sníkjudýr sem nærist á blóði manna. Bit hennar getur valdið kláða og bólgnum hársverði. Auðveldast er að finna lús ofan við eyrun og við hárlínu aftan á hálsi, þar sem hiti er meiri og dimmara er. Höfuðlús er ekki hættuleg og er ekki talin bera neina sjúkdóma, en hún er mjög hvimleið og smitast auðveldlega.

Nit – lúsaregg

Lífsferill höfuðlúsar skiptist í þrjú stig: egg (nit), unglús og fullorðna lús. Kvenlúsin festir nitina/eggin við hárið með einskonar lími, ekki meira en 1 mm frá hársverðinum. Nitin helst föst við hárið og færist frá hársverðinum við vöxt hársins. Á 6-10 dögum klekst unglús úr nitinni, sem á 9-12 dögum þroskast yfir í fullorðna höfuðlús. Það tekur því um 3 vikur fyrir fullorðna höfuðlús að myndast úr nit.

Greining höfuðlúsar

Skoða á hár reglulega, helst einu sinni í viku. Hægt er að nota sérstakan lúsakamb til að leita að höfuðlús í hári, sem er áhirfaríkara en að skoða hárið. Ef vart verður við nit þarf það ekki nauðsynlega að þýða að einstaklingurinn er sýktur af höfuðlús. Jafnvel eftir meðferð með Licener getur dauð nit haldist föst við hár þar til hún vex úr. Ráðlagt er að meðhöndla höfuðlús fljótt eftir að hún er greind, þar sem hún smitast auðveldlega milli einstaklinga. 

Góð ráð til að forðast höfuðlúsarsmit

Hreinlæti hefur ekki áhrif á útbreiðslu höfuðlúsar og sækir höfuðlús jafnt í hreint sem óhreint hár. Eftirfarandi ráð hjálpa þér að koma í veg fyrir smit af höfuðlús:

  1. Höfuðlús getur hvorki stokkið, flogið né synt heldur skríður frá einu höfði til annars þegar einstaklingar eru nálægt hvor öðrum. Hægt er að forðast smit með því að gæta þess að höfuð þitt snerti ekki höfuð annarra.
  2. Til viðbótar skal forðast að deila hlutum sem hafa verið í snertingu við hár annarra, s.s. hárbursta, kamba, hatta, klúta, handklæði, hjálma, kodda, svefnpoka o.fl.
  3. Leitið eftir nit og lifandi lús að minnsta kosti einu sinni í viku, svo hægt sé að bregðast við áður en fjöldi þeirra eykst frekar. Hafðu í huga að þrátt fyrir að þú getur fundið höfuðlús hvar sem er í hárinu, er þær oftast að finna aftan á höfðinu, nálægt hálsi og á bak við eyru.
  4. Skoðið myndir af höfuðlús og nit (lúsareggi), til þess að átta ykkur betur á að hverju leitað er í hárinu.
  5. Kynnið ykkur einkenni lúsarsmits, sem eru meðal annars kláði í hársverði eða rauðir hnúðar eða særindi aftan á hálsi eða hársverði.

Jæja….segjum þetta gott í bili. Einnig hvet ég alla foreldra til að vera duglegir að skoða börnin sín sem eru í leik & grunnskóla svo það myndist ekki vítahringur framm og tilbaka. Vona að þetta hafi verið gagnlegt !

Sjampóið fæst í apótekum án lyfseðils & heimasíðuna þeirra er að finna : HÉR

Þar til næst

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland