ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Snapchat spjall vikunnar er við snillinginn og húmoristan hana Tinnu BK

Næsta Snapchat-spjall er við hana Tinnu mína, en ég er svo heppin að þekkja snillinginn hana Tinnu & get lofað ykkur því að snappið hennar er æðislega skemmtilegt!

Nafn? Tinna Björk Kristinsdóttir

Mun mikilvægara, snappnafn? tinnabk

Hvenær byrjaðir þú að snappa? Úff…ekki alveg viss en ætli það sé ekki amk eitt og hálft ár.

Hvernig snappara telur þú þig vera? Ég reyni að vera umfram allt “entertaining” og reyni að hafa húmorinn að leiðarljósi en svo koma dagar þar sem ég snappa bara allskonar. Ég legg mikið upp úr fjölbreytni og skemmtanagildi.

Er hægt að snappa yfir sig? Haha já ætli það ekki en það hefur ekki hent mig enni. Það er samt auðvelt að missa dampinn ef maður tekur langa pásu eða í mínu tilfelli þegar það er of mikið að gera. Þreyta og álag getur dregið úr sköpunargleðinni hjá mér.

Hvað er það besta við snappið? Fylgendurnir og tækifærin sem opnast. Ég er heppin með fylgendur sem senda mér endalaust af fallegum og uppörvandi skilaboðum og það er klárlega það besta að mínu mati.

Áttu eitthvað snapptrix? Já en ekkert sem ég fann upp á endilega. Hef gaman að góðu tempói og fjölbreytni. Ekki að taka alltaf allar 10 sekúndurnar. Ég held að Snorri Björns hafi verið fyrstur að vinna með skemmtilegt tempó á snap og ég er hrifin af því.

Hverjir eru þínir uppáhalds snapparar? Úff svo margir! @hjalmarorn110 hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi, kærastinn minn @goisportrond, besti vinur minn hann @tryggvu. Mikið af góðum vinum mínum eru snapparar og ég á erfitt með að gera upp á milli. Ég tek oftast tímabil og fylgist með einhverjum ákveðnum og svo stundum er þetta eins og happdrætti, horfi á einhverja að handahófi á dag. Ég vildi að ég gæti horft á story hjá öllum sem ég followa því ég hef mjög gaman af því að fylgjast með hvað allir eru að brasa en það getur verið mjög tímafrekt þegar maður er sjálfur að framleiða efni.

 

VS

 

Snapp vs instagram? Snapp klárlega en vona að ég nái að venjast instagram betur. Hef aldrei komist almennilega upp á lagið með það. Snapp er að mínu mati persónulegra og hversdagslegra, instagram meira svona eins og að fara í spariföt. Það er meiri glansbragur yfir instagram sem getur gefið þá mynd að lífið sé fullkomið en það er auðvitað eins og með alla miðla að maður notar þá eins og maður vill og það er ekkert sem segir að maður geti ekki verið fyndinn og ófullkominn á instagram.

Popp vs snakk? Bæði og mikið af því.

Hundar vs kettir? Ég elska hunda en kettir elska mig.

Súkkulaði vs vanilla? Súkkulaði er uppáhalds maturinn minn.

Hótel vs tjald? Fer algjörlega eftir aðstæðum. Tjald í útilegu en hótel í útlöndum.

Hælar vs convers? Convers! kann ekki að ganga á hælum og geri lítið af því.

Chill vs party? Chill á virkum og partý um helgar!

Eitthvað persónulegt um þig? Ég gifti mig þegar ég var 20 ára.

Hvað er þitt vandræðalegasta móment? Ég er mikill klaufi og lendi í vandræðalegum mómentum reglulega og er farin að læra að leiða það hjá mér. Ég man samt eftir mörgum síðan ég var yngri, t.d. þegar ég var um 16 ára og var boðið í rosalega merkilegt áramótapartý hjá eldri og vinsælli krökkum úr menntaskólanum mínum. Ég sit við borð með nokkrum vinum og við erum að reyna að spjalla en tónlistin er of há til að heyra orða skil svo ég stend upp og lækka aðeins í tónlistinni. Þegar ég sný til baka er önnur stelpa búin að færa sig yfir í mitt sæti svo ég sest í hennar stól en hann brotnar undan mér með svo miklum látum að allir í partýinu litu við. Ég gat ekki hugsað um þetta lengi án þess að svíða af skömm en finnst þetta ekki stórmál í dag og efast um að nokkur hafi munað eftir þessu.

 

Takk fyrir spjallið elsku Tinna! Ég mæli með að adda henni Tinnubk á Snapchat ef þið eruð ekki nú þegar búin að því!

Þar til næst!

Instagram & Snapchat:Eruland 

xx

Erna Kristín