ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Snapchatspjall vikunnar – Baráttukonan og yndismærin Sara Mansour!

Nafn? Ég heiti Sara Mansour.

 

Mun mikilvægara, snappnafn? Ég er fædd árið 1996 svo snappnafnið mitt er saramansour96. Ég nota það líka á öðrum samfélagsmiðlum og það hefur orðið svoldið einkennandi fyrir mig.

Hvenær byrjaðir þú að snappa ? Ég byrjaði að snappa um seinustu áramót þegar ég flutti til Egyptalands í nokkra mánuði. Markmiðið mitt var að sýna aðra hlið af landinu en sést í fréttunum og ég held það hafi tekist því margir hafa verið í bandi við mig um að ferðast þangað sjálfir. Planið var að loka snappinu þegar ég kæmi aftur heim til Íslands en mætti hörðum mótmælum frá þeim sem fylgjast með svo ég ákvað að hafa það bara opið.

Hvernig snappara telur þú þig vera ? Ég er yfirleitt bara að sýna hvað ég er að gera í lífinu og það verður óhjákvæmilega mjög tengt félagslegu réttlæti enda er aktívismi stór partur af mér. En auk þess vil ég sýna fólki sem fylgist með mér á facebook að það sé manneskja á bak við nafnið og að ég sé líka algjör kjáni.

Er hægt að snappa yfir sig ? Hingað til hef ég ekki gert það en ég efast ekki um að það sé hægt. Hvað er það besta við snappið? Snapchat er mun afslappaðri miðill en margir aðrir og frábær leið til að kynnast fólki.

Áttu eitthvað snapptrix? Ég segi alltaf við þá sem eru að byrja að snappa að æfa sig fyrst að tala við myndavélina því það getur tekið tíma að venjast því. Efnislega séð er mikilvægast að vera 100% maður sjálfur því fólk sér ef maður er það ekki.

Hverjir eru þínir uppáhalds snapparar? Haddipaddi er að mínu mati rísandi stjarna og ég horfi alltaf á storyið hans. Svo auðvitað Ernuland – ég gæti fylgst með Leoni Bassa prakkarast allan daginn.

VS

Snapp vs instagram? Facebook

Popp vs snakk? Snakk

Hundar vs kettir? Kisur, ég er kattahvíslari

Súkkulaði vs vanilla? Súkkulaði

Hótel vs tjald? Hótel, ekkert undir 4 stjörnur fyrir þessa prinsessu

Hælar vs convers? Hælar, ég er mjög lágvaxin

Chill vs party? Chill

Segðu okkur eitthvað persónulegt um þig : Ég elska að skrifa handrit að leikritum, sérstaklega gamanleikritum, og þegar ég var lítil lét ég frændsystkini mín setja upp verk eftir mig í hverju einasta fjölskylduboði.

Hvert er þitt vandræðalegasta móment? Þau hafa verið nokkuð mörg gegnum tíðina en ég er til dæmis mjög léleg að rata og einu sinni fann ég ekki stað sem ég átti að mæta á niðri í bæ svo ég ákvað labba inn í nálæga verslun og þykjast vera túristi til þess að geta spurt til vegar án þess að hljóma heimsk. Það kom svo sannarlega í bakið á mér því eftir að ég spurði um staðinn á ensku og eins og ég kynni ekki ekki að bera fram íslensk orð svaraði afgreiðslukonan: “Sara, við vorum saman í Hagaskóla.”

Áhugamál? Lestur, lestur og lestur. Og að versla.

Hvað ert þú að gera í lífinu núna? Ég er fyrsta árs nemi í lögfræði og vinn sem fræðslufulltrúi hjá Ungmennaráði UN Women. Auk þess er ég alltaf að vinna í mínum eigin verkefnum og er endalaust spennt fyrir framtíðinni.

Takk svo mikið fyrir þetta skemmtilega spjall elsku Sara! Ég get raunverulega ekki hætt að hlæja af vandræðalegasta mómentinu sem þú deilir með okkur hér að ofan! Það er bara einum of fyndið!
Ég mæli mikið með því að fylgjast með þessari elskaru á snappinu : Saramansour96 , hún er æðislegur karakter sem er sko alls ekki hrædd við að synda á móti straumnum og vekja athygli á þörfum málefnum! Áfram Sara!

Þar til næst !

xx

Erna Kristín

Snap & Instagram : Ernuland