ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Spjall við kynlífsbloggarann og snillinginn Köru Kristel

Kara Kristel hefur heldur betur verið áberandi seinustu mánuði.
Ég hef mjög gaman af skrifum hennar og snappi, og þá sérstaklega því hún tekur lífinu ekki of alvarlega og leyfir sér að vera mennsk, elska þannig persónuleika & því ákvað því að taka létt spjall við hana fyrir ykkur hin sem eruð að missa af allri gleðinni!

Nafn/aldur : Kara Kristel 22 ára gella

Afhverju ákvaðst þú að opna bloggið? Langaði að skrifa eitthvað sem ég myndi nenna að lesa. Smá innblásið af 50 shades of grey.. Var að lesa bókina og var komin 100 bls eða eitthvað og ekkert að frétta.. Varð bara frekar pirruð og byrjaði að skrifa mitt eigið, þar var allt að frétta.

Hvað gerir þú í þínum frítíma? Eyði óþægilega miklum tíma í baði, horfi á heimildarmyndir um allt, fer aftur í bað, geri shit

Instargam vs Snapchat? Er að heillast meira að instagram

Afhverju velur þú insta/snap frekar? Aðallega því þar þarftu ekki að “adda” eða followa fólk til að skoða story. Mun opnara fyrir heiminum en snapchat, en samt ekki eins persónulegt.

súkkulaði vs vanilla? Hvorugt, frekar karamellu eða jarðaber nú eða stráka

Lýstu þér í 3 orðum ? Drottning, aumingjagóð og fyndin

Hver eru þín helstu áhugamál? Strákar, makeup, tónlist

Ertu með áramótaheit sem þú vilt deila með okkur ? Engin áramótaheit, hefði líklega brotið þau korter eftir miðnætti á nýjárs. Samt fullt af markmiðum!!

En mottó? “Nenniði bara plis að hætta taka lífinu svona alvarlega, þið deyjið hvorter” OG “ WWBBD, sem stendur fyrir what would Bjarni Ben do? “ mjög gott að lifa eftir því mottói.

Hvar er hægt að fylgjast með þér á samfélagsmiðlum? SNAPCHAT: karaagusts INSTA: kristelkara BLOGG: kristelkara.com

Er eitthvað spennandi frammundan? Já hellings skemmtilegt, en get ekki verið að segja frá því í augnablikinu. Eigið eftir að sjá svo mikið meira af mér 2018, er bara rétt að byrja. Þangað til getiði fylgst með mér á samfélagsmiðlum eða hlustað á mig í útvarpinu einu sinni í viku ( Fm 957 ) ef þið eigið ekki samfélagsmiðla

Takk fyrir spjallið

xx

Erna Kristín