ErnaKristín skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Erna Kristín – Stórir gluggar

Einsog ég hef sagt ykkur áður þá erum við Bassi að gera upp nýbyggingu í fallega blómabænum Hveragerði. Við erum með seinasta húsið í bænum, svo segja má að garðurinn okkar er mói og kambar sem er að mínu mati hreint út sagt paradís. Það er ekkert fallegra en að horfa yfir kambana og upp á heiði með morgunkaffið í hönd! Við tókum því ákvörðun að stækka gluggana, og stækka þá aldeilis vel! Ég er rosalega spennt að sýna ykkur útkomuna, en gluggarnir eru væntanlegir í vikunni…en hægt er að fylgjast með framkvæmdunum á snappinu : Ernuland, en ég vil endilega deila með ykkur innblásturs myndum af stórum gluggum hér að neðan!

Vá hvað ég er spennt, þetta á eftir að gera svo mikið fyrir rýmið.
Ekki verra að horfa á listaverk náttúrunnar allan daginn! Það verður gaman að sýna ykkur útkomuna !

xx

Erna Kristín