ErnaKristín skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Erna Kristín – Þegar raunveruleikinn minn er annar en væntingarnar…..

Ok þá ….

Jæja…það var mikil gleði á snappinu mínu ( Ernuland ) um daginn. En ég verslaði mér kjól af netinu. Ég er ekki vön að versla mér kjól af internetinu….ég bara svona almennt treysti því ekki….en jæja. Ég var í svaka stuði, ný búin að fá útborgað
( þá líður manni oft eins og maður geti sigrað heiminn )

Ég sé þennan gullfallega kjól! Ég er ekki vön að velja þetta litaval, en ég er að fara gifta mig á Ítalíu næsta sumar og fannst kjóllinn fullkominn fyrir ferðina! Ég pantaði kjólinn í XL til þess að vera alveg örugg, en þau tóku fram að fötin þeirra séu “slightly small sized” og mæla því með að taka númeri stærra en maður er vanur að taka…..ég er vön að vera í M í fötum, og tek því 2 stærðum upp.

Útkoman er það fyndnasta sem ég hef upplifað

.

.

.

.

 

 

 

Jæja…hér má sjá væntingarnar til vinstri & raunveruleikan til hægri…..
Ég auðvitað gerði í því að standa með bumbuna upp í loftið…en það breytir því ekki að þessi kjóll er augljóslega á barn!

Nei þetta er nátturulega ekki eðlilega fyndið!

HAHAHAHAHA ég ligg enn í kasti þegar ég skoða kjólinn.
Ef við skoðum myndina betur…þá sést að ermarnar eru einstaklega stuttar, og kjóllinn yfir höfuð. Svo má einnig sjá að liturinn er ekki beint sá sami. Kjóllinn sem ég pantaði er XL…ég hugsaði með mér ” best að vera örugg, eg bindi hann bara frekar fastar að mér ef hann verður allt of stór” 

Jæja….það er alltaf gott að hlæja, svo ekkert svekk hér…bara pissublautar nærbuxur yfir hláturskrampa dagsins

Þar til næst

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland