ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Tíminn flýgur

Tíminn flýgur…..já það er satt.
Þegar ég var barn þá skyldi ég aldrei almennilega hvað fullorðna fólkið var að meina þegar það sagði : Gvuuuuð hvað tíminn flýgur…eða ég trúi ekki að það séu strax komin jól!
Mér fannst þessi 12 mánuðir á árinu undarlega lengi að líða, sumrin í minningunni eru löng, skemmtileg og ævintýramikil.
En í dag þá finnst mér enmitt jólin vera nýbúin þegar næstu koma og ég er varla komin í sumarfrí þegar skólinn er byrjaður aftur.
Er þetta vegna þess að tímaskynið hjá okkur fullorðnum gengur hraðar eða er þetta kannski vegna þess að sem börn vorum við frjáls við streitu, stress, óteljandi verkefni og vinnu. Góð spurning, en ég veit því miður ekki svarið.


Ég komst að því að ein af mínum nánari vinkonum er að klára meðgöngu sína númer tvö…..ég vissi ekki einu sinni að hún væri ólétt ! Þetta var ákveðið reality sjokk fyrir mig. Svo áttaði ég mig á því að ég var ekki búin að hitta aðra vinkonu mína frá því í skírnarveislu sonar míns sem er nú að verða 3 ára. Fyrir mér er einsog ég hafi hitt þær í seinustu viku….en samt er allur þessi tími á milli.
Tíminn flýgur hratt, svo hratt að mér blöskrar og fæ ónota tilfinningu um mig alla.
Hvað ef maður vaknar ekki upp fyrr en eftir 50 ár og áttar sig á því að vinir, vandamenn og annað sem þú elskaðir er á hakanum, börnin orðin fullorðin og þú í raun misstir af þessu öllu því þú varst sokkin í vinnu, skóla, verkefni og sást ekkert sem er fyrir utan hringinn sem þú hafðir vofið utan um þig.
Þegar ég áttaði mig á þessu þá varð þessi vinnuhringur sem ég er búin að vefja í kring um mig mun meira gegnsær.
Tíminn á ekki að hafa völdin, heldur við!
Ég get ekki sleppt því að sinna skóla, verkefnum og vinnu en ég get reynt að gera hringinn minn meira opinn svo ég sjái í gegnum hann og missi ekki af öllu og öllum í kring um mig.
Ekki leyfa tímanum að fljúga svo hratt hjá að vinir sem áður voru þér svo nánir verða kunningjar og áhugamál sem þú elskaðir verða gamlar minningar.
Horfðu upp, heyrði í gömlum vinum, rifjaðu upp gömul áhugamál! Þú ert ekki of sein/nn !
Njóttu lífsins og mótaðu það eins og þú vilt hafa það, því þá nærðu að upplifa tilveruna, ástina, og allt þar á milli án þess að missa það góða.

Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með mér á Snapchat & Instagram : Ernuland

xx

Erna Kristín