ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Tryllt förðun hjá Ingu Kristjáns!

Inga er engri lík, hún er einstök þegar kemur að förðun og það er fátt skemmtilegra en að fylgjast með henni á snappinu ingakristjanss þegar hún dettur í gírinn. Ég tók smá viðtal við hana sem þið getið lesið hér að neðan ásatm glæsilegum myndum af förðunarlistaverkunum sem snillingurinn gerir!

“Ég heiti Ingibjörg Katrín Linnet Kristjánsdóttir en hef alltaf verið kölluð Inga.
Ég er 24 ára gömul uppalinn í sveit rétt hjá Selfossi en er nýverið búin að kaupa mér íbúð í Garðabænum.
Ég er förðunarfræðingur, Visual Merchaniser í Lindex, yfirförðunarfræðingur hjá Eleven Australia Education team, bloggari og snappari.
Mín áhugamál eru innanhúshönnun og allt sem kemur að því að fegra heimilið og förðun, ég er satt best að segja heltekinn af þessu tvennu.
Ég stofnaði tildæmis lítið fyrirtæki þegar ég var um tvítugt þar sem ég tók að mér að breyta heimilum fólks og hjálpa því að skipuleggja rými, þar byrjaði einmitt bloggið mitt sem hét þá “my comfort zone” Áhuginn á förðun og snyrtivörum hefur verið viðloðandi síðan ég var unglingur, en ég fékk þann mikla heiður að vera unglingskrakkagrey á skinkutímabilinu, svo myndirnar síðan þá eru ekki manni bjóðandi.
En ég byrjaði snemma að farða mömmu og vinkonur mínar.


Með tímanum hefur þó förðunaráhuginn þróast mikið hjá mér og nú lyggur ástríða mín í Special Effect förðun. Ég sæki mikinn innblástur af pinterest, en mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða myndir þar.
Alltaf þegar ég er hugmyndasnauð, hvort sem það er förðun, hárið eða heimilið þá leynist svarið alltaf á pinterest.
Einnig finnst mér gaman að fylgjast með fólki á instagram en þar er hægt að finna endalaust af algerum snillingum.
Ef að það er eitthvað sem mér finnst ómissandi í förðun þá verð ég að segja, fallegur grunnur. Þá er ég ekki að tala um allskonar andlitstýpur, en það er svo ótrúlega mikilvægt að undirbúa húðina vel, hafa hana hreina og vel nærða. Því fallegur og vel undirbúin grunnur gerir förðunina svo mikið fallegri og hún endist lengur. Mér finnst líka mikilvægt að vera frumlegur og þora að fara út fyrir kassann, mér finnst það alltaf must. Ég lærði förðun hjá Mask Makeup & Airbrush academy. Ég hef líka lært alveg ótrúlega margt að youtube og instagram.

Í dag er ég í fullu starfi hjá Lindex í Smáralind, þar starfa ég sem VM eða Visual Merchandiser. En það starf fellst í því að raða upp búðinni, láta hana líta vel út og koma fyrir nýjum vörum. Ég er í rauninni útlitsstyllir. Mér finnst þetta starf alveg ótrúlega skemmtilegt og gefandi.
Ég tek að mér ýmis förðunarverkefni til hliðar vinnunni og blogga svo um það sem mér finnst fallegt og skemmtilegt. Framtíðardraumurinn fá að ferðast um heiminn í aðrar Lindex búðir sem VM, og fá mögulega að starfa við special effect förðun, það væri geggjað að fá að vinna fyrir sjónvarp t.d. En stærsti draumurinn er náttúrulega að vera hamingjusöm í öllu sem ég geri og þurfa aldrei að gera handtak á sunnudögum.”

Ég vil þakka Ingu fyrir þetta & á sama tíma vil ég mæla með henni á Snap & Instagram : Ingakristjanss 

xx

Erna Kristín