ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Tuttugu og Sexy

Um daginn hélt ég upp á 26 ára afmælið mitt, en ég hef ekki haldið upp á afmælið mitt síðan ég var 23 ára gömul, og því var mjög gaman að fara all in! Ég fagnaði með mínum bestu vinkonum og ég er rosalega ánægð með kvöldið! Mig langar að deila með ykkur því helsta úr afmælinu sem sló í gegn!

Að fá kleinuhringina frá Krispy Kreme er mjög sniðugt og auðvelt!
Ég fékk standinn með og þetta koma rosalega vel út á kökuborðinu, og auðvitað sló í gegn enda ekkert smá góðir!
Krispy Kreme er í Smáralind en hægt er að panta kleinuhringi fyrir veislurnar á Facebook : HÉR

Þessi glæsilega kaka er frá Sætum Syndum! Hún er ekki bara ógeðslega flott heldur líka mjög mjög mjög góð!
Einnig var ég með muffins frá þeim, venjulegar og vegan en þær voru ekki lengi að hverfa enda extra góðar!

Hægt er að panta & skoða úrvalið : HÉR en einnig mæli ég með að fylgja þeim á Snapchat : saetarsyndir

Mmmmmmmmmm! Kökuborðið leit svo vel út! En blöðrurnar og grímurnar gerðu mjög mikið fyrir það!
Einnig var ég með neon ljós sem sjást ekki á þessari mynd en vöktu mikla lukku!

Myndaveggurinn sló í gegn!
En skrauthengið, grímurnar, neonljósin, blöðrurnar, grínpinnarnir fengu stór hlutverk í öllum myndatökum kvöldsins!

Já ég fékk mér einhyrningsblöðru…ég bara gat ekki sleppt því!
Ég sef með hana í loftinu inni í herbegi hjá mér…jebb gasið er enn í! Hún fær að vera þar alveg þar til hennar tími er kominn!

Allt skrautið er frá Partybúðinni sem er staðsett í skeifunni. Hægt er að panta og skoða úrvalið hjá þeim á Facebook : HÉR & einnig er hægt að fylgja þeim á Snapchat: partybudin

Ein hamingjusöm eftir veisluna !

Takk fyrir mig! Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgja mér á Snapchat og Instagram : Ernuland 

xx

Erna Kristín