ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Útgáfutónleikar Kiriyama Family

Hljómsveitin Kiriyama Family er í miklu uppáhaldi, en hljómsveitin gaf nýlega út nýja breiðskífu sem ber nafnið Waiting for… en það er þeirra önnur plata. Uppáhalds lagið mitt frá Kiriyama Family er Chemestry sem má hlusta á hér að neðan

Ég á mjög erfitt með að velja eitt uppáhalds lag af nýju plötunni, þar sem þau eru öll í uppáhaldi, en get ekki annað en leyft ykkur að hlusta á About You hér fyrir neðan

Kiriyama Family heldur veglega útgáfutónleika í Tjarnarbío föstudaginn 23.júní.
Þar kemur fram fjöldin allur af gestaleikurum til stuðnings Kiriyama fjölskyldunni. Meðal annars mun Ásgeir Óskarsson Stuðmaður sjá um slagverk og Einar Þór gítarleikari Dúndurfrétta mun spila nokkra vel valda tóna ásamt leynigesti. Upphitun kvöldsins er síðan í höndum nýkrýndra sigurvegara músiktilrauna, Between Mountains.

Ég er svo spennt fyrir þessu að ég get varla setið kjurr!

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á miði.is : HÉR

Sjáumst vonandi í Tjarnarbío!

xx

Erna Kristín