ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna Kristín – Við ætlum að taka yfir neyðarsöfnun UNICEF ! Þegar börn eru í hættu þá má ekki horfa undan!

BÖRN ERU HRÆDD OG Í HÆTTU

Við Sara Mansour ætlum að taka yfir neyðarsöfnun UNICEF !
Við höfum ákveðið að sameina krafta samfélagsmiðla og halda söfnuninni áfram því þörfin er gríðalega mikil! Við erum búnar að fá með okkur í lið flotta áhrifavalda sem vilja láta gott af sér leiða ! Við ætlum að búa til peningalínu og þegar ákveðin upphæð safnast, þá gerist eitthvað klikkað/magnað/skemmtilegt hjá einhverjum áhrifavaldanna! Við erum svo þakklátar þeim sem eru að gefa sér tíma til þess að aðstoða okkur í þessu verkefni, því flest erum við alveg á haus…en þetta má bara ekki sitja á hakanum! Neyðin er raunveruleg þrátt fyrir að vera fjarlæg okkur hérna á Íslandinu góða.

Hægt er að fylgjast með okkur og söfnuninnni betur á snap : Ernuland & Saramansour96 , þar kynnum við einnig til leiks þá áhrifavalda sem ætla aðstoða okkur, þá viðburði sem verða og hvað eina!

Hér fyrir neðan er hægt að kynna sér fyrir hverju við söfnum og afhverju! 

BÖRN ERU HRÆDD OG Í HÆTTU

 • Yfir 300.000 börn hafa þurft að flýja til Bangladess í kjölfar ofbeldisöldu sem hefur geisað í Mjanmar. Neyðin er gífurleg og börn eru í hættu 
 • Ástæða þessa stórfellda fólksflótta eru ofsóknir og árásir stjórnarhersins í Mjanmar gegn Rohingja múslimum í Rakhine héraði landsins.
 • Börnin hafa upplifað verulegan hrylling, séð fjölskyldumeðlimi myrta og pyntaða og mörg börnin eru alvarlega vannærð. Þau eru hrædd og þurfa öryggi. Þau eru veik og veikburða og þurfa mat, lyf og læknisaðstoð. Meira en þúsund börn eru auk þess í mjög viðkvæmri stöðu eftir að hafa  orðið viðskila við fjölskyldur sínar og eiga á hættu að vera misnotuð.
 • Rohingjar eru ríkisfangslaus minnihlutahópur múslima sem búa í Rakhine héraði í Mjanmar, rétt við landamæri Bangladess. Þeir hafa í áratugi orðið fyrir mismunun og útskúfun í landinu. Stigvaxandi og öfgafullt ofbeldi gegn Rohingjum síðustu vikur hefur neytt börn á flótta frá heimilum sínum.
 • Aðstæður í bráðabirgðaflóttamannabúðum Rohingja í Bangladess eru erfiðar og mikil hætta er á að smitsjúkdómar breiðist hratt út. Bangladess er eitt fátækasta ríki heims með veika innviði til að takast á við þennan mikla fólksfjölda sem flúið hefur yfir landamærin. Á svæðinu eru tíð flóð og náttúruhamfarir sem gerir stöðu þeirra enn viðkvæmari.

ÞAÐ ER HÆGT AÐ HJÁLPA !!

 

 • Þó að neyðin sé stór og langt í burtu þá megum við ekki líta undan. Öll börn eiga rétt á öryggi og vernd og þau þurfa okkar hjálp tafarlaust.
 • Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn Rohingjaer í fullum gangi. Hægt er að hjálpa með því að senda SMS-ið UNICEF í númerið 1900 og gefa 1500 krónur eða gefa frjálst framlag hér.
 • Framlögin fara meðal annars í að meðhöndla vannærð börn, fyrirbyggja útbreiðslu sjúkdóma, setja upp örugg barnvæn svæði í flóttamannabúðunum, sjá börnum fyrir grunnheilsugæslu og sameina týnd börn fjölskyldum sínum.
 • Nú þegar hafa yfir 100 tonn af hjálpargögnum verið send á svæðið og dreift til barna og fjölskyldna í flóttamannabúðunum en meira þarf til. Það þarf að tryggja aðgengi að hreinu vatni og hreinlætisvörum til að koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma og veita börnum sálrænan stuðning á barnvænum svæðum. Í byrjun október hóf UNICEF stærsta bólusetningarátak gegn kóleru sem mun ná til 900.000 manns til.

HVAÐ ER HÆGT AÐ GERA FYRIR 1.500 KRÓNUR?

 • Útvega 2.400 vatnshreinsitöflur sem geta hreinsað rúmlega 12.000 lítra af vatni;
 • Útvega rúmlega 28 poka af vítamínbættu jarðhnetumauki sem jafngildir tíu daga meðferð fyrir vannært barn;
 • Útvega rúmlega 14 skammta af næringarmjólk til að meðhöndla allra veikustu börnin

Takk fyrir að lesa!

Takk fyrir að hjálpa !!!