ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Erna Kristín – Viltu komast í kjólinn fyrir jólin!? Hér er ráð sem þú hefur aldrei heyrt áður & án allra öfga!

Jæja…þá er það að koma sér í kjólinn fyrir jólin.
Sjálf er ég frekar óstundvís, og á það til að gera allt á seinasta sjéns.
En ég ætla deila með ykkur mínu besta ráði til að komast í kjólinn fyrir jólin!

Fyrsta skref: Ég finn hinn fullkomna jólakjól
Skref tvö: Ég passa að hann sé sléttur og straujaður fyrir jólin
Skref þrjú: Ég stilli klukkuna mína á 16:00 á aðfangadag, gott að vera tímalega fyrir næstu skref.
Skref fjögur: Ég byrja á því að fara í sokkabuxurnar og haldarann ( sem oftast nær er íþróttatoppur frá því ég var 17ára )
Skref fimm: ( þetta er mikilvægasta skrefið, gott að highlighta það vel ) : Ég fer í kjólinn.
Skref sex: Ég dansa inn í jólin á réttum tíma í hinum fullkomna kjól, sem ég valdi í þeirri stærð sem ég passa í og akkurat þannig krakkar, komist þið í fjandans kjólinn fyrir jólin.

Svo bara njóta……& elska sjáfan sig og muna, þú kemst í kjólinn fyrir jólin, þetta snýst bara um að kaupa kjólinn í réttri stærð.

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland