Erna – Lampi úr Góða Hirðinum á 1.500 krónur fær nýtt útlit

DIY –  Lampi fær nýtt útlit

Þegar ég kíkti í Góða Hirðirinn um daginn keypti ég veglegan lampa á 1.500 krónur og ákvað að gefa honum nýtt útlit.

Ég byrjaði á því að mála lampafótinn svartan með málningu sem ég nota mikið og fæst í  Föndru enda er hún algjör snilld og virkar á nánast allt.

Ég fékk mér líka svart fínflauel og kögur í Föndru til að nota á skerminn. Við erum í samstafi við Föndru og það er frábært að geta leitað til þeirra með ráðleggingar fyrir DIY verkefni.

Það er lítið mál að klæða skerma með fínflaueli þar sem efnið er teyjanlegt og viðráðanlegt svo er bara að hita límbyssuna og skella sér í verkið.

Til þess að festa kögrið á skerminn notaði ég fatalím sem fæst í Föndru og er algjör snilld getur meira að segja notað það til að stytta buxur.

Og útkoman er þessi fíni kögurlampi en ég er sjúk í allt með kögri.

Það er gott úrval af kögri í Föndru og til í nokkrum lengdum sem henta mismunandi verkefnum.

Við ætlum að vera duglegri að sýna skemmtileg DIY verkefni og endurnýta.

Lýst ykkur ekki vel á það?