Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Erna – Nýttu afgangana og fáðu þér dýrindis böku

Það er gott að nýta afgangana sem hafa safnast upp í ísskápnum og skella í  djúsí böku.  Ég geri þetta reglulega og finnst þetta alltaf jafn gott.

Ég byrjaði á að tína til það sem ég gat notað afgangur af kjúkling og gulum baunum ásamt rest af doritos og piparosti. Einnig átti ég lauk sem var búið að nota helmingin af, nokkra sveppi og chilli, skellti svo með sólþurrkuðum tómötum og ólífum.

Ostur yfir og inn í ofn…….

þangað til osturinn er bráðnaður .

Það er hægt að nota nánast hvað sem er krökkunum finnst gott að setja skinku eða pepperoní á sína böku.

Kveðja

Erna