Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Erna – Osló er æðisleg borg

Ég skellti mér til Oslo í síðustu viku í smá verkefni og var einstaklega heppin með veður bara sól og sæla

Bróðir minn býr í Osló á frábærum stað rétt við miðbæinn og það er alltaf gaman að heimsækja hann.

Einnig voru markaðsdagar í Oslo og flestar verslanir buðu upp á frábæra afslætti og stemningu með sölubásum og gleði.

Það er mikið af fallegum görðum þar sem hægt er að tilla sér niður

Þeir sem eiga minnst gefa með sér!

Það er mikið af flottum veitingastöðum – þessi sem er neðst á Karl Johans aðalgötunni og er æði

Fékk smá 17 júní stemningu

Það var alveg nauðsynlegt að fjártesta í sólarvörn vonandi get ég notað hana hér heima í sumar

Kveðja

Erna