Erna – Skellti mér á markaðs-gramstorg vörur frá 50 krónum

Grams-markaðstorg..

Ég kíkti við í BYKO breiddinni enda forvitin um hvað væri á markaðstorginu hjá þeim og fann ýmislegt á frábæru verði.

Það er alveg hægt að gramsa enda fullt af vörum og reglulega er fyllt á með nýjum vörum.

Þessi hilla er nú alveg tilvalin til að setja í forstofuna fyrir lykla og póstinn kostar bara 2000 kr.

Flottir púðar á 1000 krónur

Fínt úrval af bökkum og diskum keypti mér einn bleikan eins og er hér að neðan á 300 kónur.

Þessi lukt er á 1.500 flott og vegleg

Fékk mér eina svona könnu til þess að nota undir sósu þegar ég er með matarboð kostar 1.500 kr

Þessar luktir eru súper flottar á 400 krónur sniðugt að nýta tækifærið ef þú ert að fara að ferma og vantar fallegt borðskraut eða til þess að skeyta með heima.

Mikið úrval af prjónum á 200 krónur

Fékk mér svona kryddstauka 1500 krónur

Það er líka bæði ljós og blöndunartæki á markaðinum.

En það er nú ekki hægt að kíkja í BYKO án þess að skoða flottu heimilisdeildina.

Fullt af nýjum vörum á góðu verði.

Þessar blómasúlur eru æði stílhreinar og flottar.

Þessar vírkörfur á hjólum eru æði.

Færslan er unnin í samstarfi við BYKO