Erna – Svefnherbergis makeoverið er tilbúið!!

Erna lokseins eru svefnherbergisbreytingarnar tilbúnar

Jæja betra seint en aldrei!!

Ég er búin að vera nokkra mánuði með löngum hléum að klára að gera hjónaherbergið klárt. En við skiptum um herbergi við son okkar sem þurfti aðeins meira pláss sem unglingur. Nú er hann komin með bílpróf og aldrei heima þannig að við skiptum aftur við hann um herbergi,  Mig langaði  í kósý herbergi með snyrtiðaðstöðu.

Hérna er moodboard sem ég gerði  þegar ég var að byrja að spá í breytingar.

Hér má sjá færsluna

Ég byrjaði á því að mála gamlan skáp sem var á leiðinni á haugana.

HÉR má skjá það ferli

Ég er bara nokkuð ánægð með hvernig til tókst.

Hvíta “rúmgaflinn” á veggnum fékk ég í BOHO geggjuð verslun út á Granda.  Bleiki rúmgaflinn var hvítur leður-rúmgafl og ég setti bleikt flauel utan um hann með heftibyssu að vopni.  Púðana fékk ég í Signature en þeir kostuðu bara 3000 kr stykkið stórir og djúsí.   Rúmteppið er frá H&M home.

Ég er mjög ánægð með snyrtihornið mitt, fínt skápapláss fyrir snyrtidótitið og því sem tilheyrir.

Hengið með snögunum fékk ég í BOHO og gráa bakkan í Húsgagnahöllinni.

Skápinn málaði ég eins og áður hefur komið fram og snyrtiborðið er gamalt og lúið en ég frískaði aðeins upp á það.

Stigann fékk ég í Húsganahöllinni hann nýtist vel til þess að geyma rúmteppið þegar það er ekki á rúminu.

Þetta voru nú ekki kostnaðarsamar breytingar náttborðin voru keypt í Góða og máluð enda er endurnýting málið 🙂

.