Erna – Þessi skápur fékk makeover um helgna og er komin með hlutverk

Skápur fær makeover

Ég fékk þennan skáp gefins eða réttara sagt hirti hann þar sem það átti að henda honum. Var ekki alveg viss um hvar ég ætlaði að nota hann en ákvað að setja hann í geymsluna og sjá hvor það yrði ekki not fyrir hann seinna. Ég og maðurinn minn byggðum okkur hús og eitt að þvi sem ég setti á óskalistan var stórt hjónaherbergi með fataherbergi.   Fyrir ca ári síðan létum við það eftir 17 ára unglingnum okkar að  skipa við hann um herbergi.

Eftir mikin sannfæringakraft af hans hálfu þurfti hann stórt herbergi til að geta boðið vinum sínum til sín, Við aftur á móti  kæmum ekki til með að bjóða okkar gestum inn í herbergi þar sem við hefðum heilt hús til umráða. Nú er hann komin með bílpróf og er aldrei heima og ég ákvað að fá herbergið mitt (okkar)  til baka.

Og kemur þá skápurinn góði til sögunnar.  Ég er búin að velta fyrir mér hvaða liti ég ætla að hafa í herberginu og hef ákveðið gráan,bleikan og hvítan.

Ég fór í Föndru og fékk mér uppáhalds kalkmálninguna mína í ljós bleikum lit, án gríns þessi málning er snilld og ég hef notað hana oft áður.  Þú þarft ekkert að pússa eða undirbúa, jú þrífa hlutinn sem þú ætlar að mála og skellir svo kalmálninguni beint á.

Þessi málning er til í fullt af flottum litum en bleikur er einn af mínum uppáhalds litum þannig að ég valdi hann.

Skápurinn verður hluti af snyrtiðastöðunni minni fínt að geta geymt það snyrtidót sem ég nota ekki eins mikið og jafnvel skella þarna inn töskum..

Skápurinn er alveg að verða reddý á bara eftir að skipta um höldur

 

Mig hlakkar til að sýna ykkur þegar snyrtiaðstaðan já og bara herbergið allt verður tilbúið,