Erna – Útbjó mér flottann bakka úr spegli

Smá tilraunastarfsemi

Ég er búin að vera að leita mér að stórum hringlaga svörtum bakka og ekki fundið neinn sem er eins stór og ég vil hafa hann.

En ég fékk skemmtilega hugmynd þegar ég kíkti í Rúmfatalagerinn á föstudaginn þá var 50% afsláttur af öllum speglum. Og þar var einn spegill sem var fullkominn sem bakki.

Fékk spegilinn á 2,500 kr með 50% black friday afsætti.

Í Föndru fæst málning sem er hægt að nota á allt og heitir Multi-surface og er til í nokkrum litum ég fékk mér svartan.

Og ég málaði allan spegilinn og ramman með þessari málningu.

Vola spegillinn/bakinn þornaður og hægt að byrja að raða á hann.

Einfalt og ódýrt..