Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Ert þú til í að taka áskorun og hafa einn símalausan dag!

SÍMALAUS SUNNUDAGUR

Er átak á vegum Barnaheilla til að vekja okkur til umhugsunar um áhrif símanotkunar á samskipti innan fjölskyldunnar. Við skorum á þig að segja skilið við símann í einn dag!

Skráning: http://simalaus.barnaheill.is/

Flest þekkjum við þá tilfinningu að finnast við og fólkið í kringum okkur eyða miklum tíma í símanum og stundum verðum við mjög þreytt á áreitinu sem fylgir notkun þessara annars frábæru tækja.

Á SÍMALAUSUM SUNNUDEGI

lifum við eins og árið sé 1985! Við stingum símanum ofan í skúffu klukkan níu um morguninn og tökum hann ekki upp aftur fyrr en klukkan níu um kvöldið.

Við skorum á þig að vera með og skilja símann eftir heima í einn dag! Gerðu eitthvað skemmtilegt með fjölskyldu og vinum og taktu ENGAR myndir af því! Heppnir þátttakendur fá jólapeysur frá Hagkaup/F&F og út að borða á Hamborgarafabrikkunni í verðlaun!

HÉR má sjá nánar