Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Ertu ekki morgunmanneskja? Hér eru tvær góðar uppskriftir

Átt þú erfitt með að koma þér af stað á morgnana?

Ekki morgunmanneskja? Útbúðu þá morgunmatinn kvöldinu áður!

1.Hafragrautur með apríkósum og rúsínum:
Ef þú ert hafragrautamanneskja þá er það eitthvað sem er fullkomið að útbúa kvöldið áður. Settu haframjölið í pott með vatni kvöldið áður með pínuponsu litlu salti og láttu malla. Settu svo í annað ílát og inní ísskáp áður en þú ferð að sofa og hitaðu upp í örbylgjunni til dæmis daginn eftir. Ef þú vilt hafa hann ekstra djúsí er hægt að bæta rúsínum og apríkósubitum útá.

rasin-cereal_gal

2.Heimagert granóla með þurrkuðum ávöxtum og kókosflögum
Einfaldara gerist það ekki, hafrar, möndlur, hnetur, rúsínur, kókosflögur og þurkaðir ávextir, saman í skál eða blandara með smá hlynsýrópi eða agavesýrópi, hellt á plötu og inní ofn í smástund. Hægt að geyma í fallegri glerkrukku uppí hillu og grípa með grískri jógúrt eða hreinu jógúrti.

secret-granola_gal

 

krom215