Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Ástin í Holly

Ó jesús minn eini.

Ég held að ég sé að upplifa smá vonbrigði.

Vonbrigði yfir því sem ég held að sé komið á endastöð. Ég upplifi þetta sem final hjá þeim. Þið veltið því eflaust fyrir ykkur um hvern ég er að tala. En ég er að tala um Scott og Kourtney. Meðlimir hinnar alræmdu Kardashian fjölskyldu sem ég elska svo mikið að fjalla um. Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú, að það er stöðugt eitthvað í gangi hjá þeim.

Scott og Kourtney hafa verið í lífi hvors annars síðustu 10 ár, eiga 3 börn saman og hafa einhvernvegin aldrei skilið, þó þau hafi hætt saman. Og meira að segja hætt saman nokkuð oft. En alltaf hélt ég í vonina að þau myndu að endingu sjá ljósið og finna ástina hjá hvort öðru á ný.

Scott er náttúrulega mesti hálfviti sem hægt er að finna…en ég fíla þennan háfvita. Ég veit ekki hvað það er við hann, en mér finnst hann fyndinn og skemmtilegur, orðheppinn og svo er hann sjúklega skotinn í ísdrottningunni sinni henni Kourtney. Hann hefur svo sannarlega sinn djöful að draga og hefur oftar en einu sinni kramið hjartað í Kourtney með því að dópa, drekka, djamma og hanga utan í öðrum kellingum.

En fjandinn, hvað ég fyrirgef honum alltaf. Eins gott að það er ekki ég sem er í sambandi með honum.

LOL!!! ,,Já ,Scott, koddu bara til Ruzu. Hún fyrirgefur allt.”

Síðustu fréttir frá Holly sýna myndir af Kourtney (38 ára) í ansi sexý faðmlögum með 23 ára módeli,Younes Bendjima,  sem er með allt grjóthart niður um sig (eða ok, ég giska á það), enda með eina Kardashian drottningu í fanginu. Þetta er í rauninni í fyrsta sinn sem ég sé myndir af Kourtney svona opinberlega og áberandi með öðrum manni.

Scott hefur á þessum tímapunkti séð að hann er alveg búinn að tapa the love of his life.

DAMN YOU SCOTT!!

Því þetta er algjörlega honum að kenna. Kourtney er búin að vera þolinmóð, skilningsrík og með mikla fjölskylduþrá í mörg ár að bíða eftir að Scott myndi þroskast. En hann bara þroskaðist ekki upp úr ruglinu. Tveim dögum eftir að þessar myndir birtust af Kourtney að þá var Scott ekki lengi að pakka niður í tösku og vaða til Cannes þar sem hann sást í ansi heitum faðmlögum, fyrst með Bellu Thorne

 Svo skipti hann yfir í Chloe Bartoli, sem er fyrrum stílistinn hans.

Heimildarmenn segja að hann sé einungis að vesenast í þessum sleikum við hinar ýmsu píur til að gera Kourt afbrýðisama. Ég velti því fyrir mér núna hvort Scott verði ekki boðinn með í fjölskylduferðir, matarboð og sé jafn velkominn inn á heimili allra í K-fam, því hann hefur verið partur af fjölskyldunni þrátt fyrir break up og allt vesenið. Hann og Khloé hafa til dæmis alltaf verið mjög náin og ég verð gríðarlega leið ef ég hætti að sjá honum bregða fyrir í þáttunum. Hann er gott jafnvægi á móti the K-girls.

I will keep you posted people!

Annars er það að frétta af ástinni, að J-Lo og A-Rod eru í alvarlegum giftingarhugleiðinum.

Hversu töff nicknames á einu pari samt.

J-Lo & A-Rod.

Eins og við Siggi værum E-Ruz & S-Thors. Mjög svipað coolness-eða ekki.

Það sem ég velti fyrir mér er það, afhverju þarf alltaf að gifta sig svona oft í Hollywood?  Þetta yrði þá fjórða hjónaband J-LO ef ég tel rétt.

Woman, U don´t need dizz.

Er ekki bara hægt að vera kærustupar 4life . Sérstaklega þegar track recordið eru ekki betra en þetta.

Jennifer er ein af mínum allra uppáhalds í Holly og hefur átt sérstakan stað hjá mér síðan ég var 15 ára gelgja og sá bíómyndina ,,Selena”.En ég hef ekki verið nógu ánægð með ástarmálin hennar. Reyndar var ég ánægð með Marc Anthony.

Hann er reyndar alltof ósætur fyrir J-Lo, algjörlega mitt mat og þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar. Í raun mundi ég vilja sjá Jennifer í heitum faðmlögum með Ricky Martin.

ÉG sé það fyrir mér sem mest sexý par í heiminum með fallegustu börn í heiminum, hæfileikaríkasta parið í heiminum og uppáhalds par í heiminum.

Gjörið svo vel. Mest sexý lag ever:

Eini gallinn við þetta skothelda plan mitt er sú staðreynd…. að Ricky er samkynhneigður. Eina vesenið.

Ég elska Ricky mjög mikið líka og þetta er svona the ultimate couple í mínum huga. Hann er líka jafnoki hennar í fegurð. Ég óska þess heitt í staðinn að A-Rod hagi sér við J-Lo og verði góður maður við hana

En hann Ricky minn er þekktur fyrir að halda einkalífinu sínu fyrir sjálfan sig, og ber ég massa virðingu fyrir því. Hann trúlofaðist Jwan Yosef í nóvember á síðasta ári og ala þeir saman upp tvíburasyni Rickys

Annars er ástin í Holly þannig að maður má ekki snúa sér við að þá er einhver komin í aðrar nærbuxur..í orðsins fyllstu merkingu.

Ef Tom Hanks skilur einhvern tíman við hana Ritu sína að þá munu allir skilja í Hollywood.

Þau eiga farsælasta hjónabandið í Hollywood og eru svokallað couples goals fyrir aðrar stjörnur.

Ég segi nú bara thank God að við búum ekki öll í Hollywood!

Við eigum öll séns með ástina krakkar! Öll með tölu!

One Love á ykkur og Hollykveðja

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza