Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Bachelor nation! What the F*%$# is happening!

Varúð áður en lesið er áfram að þá inniheldur þessi pistill mjög nákvæmar lýsingar á nýjasta Bachelor skandalinum sem er í gangi!!

Ég vaknaði upp við slæman draum í gærkvöldi þegar ég sá þær fregnir berast yfir hafið frá Mexikó að búið væri að CANCELA BACHELOR IN PARADISE!!

Og það er vegna atviks sem átti sér stað á kynlífsstaðnum sem Bachelor in Paradise er. Jú víst, þetta er sexual paradise. ÞAð vita allir sem eru með puttann á púlsinum.

Og það kom mér í raun EKKI á óvart hver átti í hlut.

Corinne.

Ó Corinne, þú sem varst búin að hefja orðspor þitt upp eftir að  hafa verið umtalaðasta pían í Bachelor þáttaröðinni, þar sem stúlkur slógust um hjartað hans Nick.

En snúum okkur aftur til Mexíkó.

Sagan segir, og athugið, ekkert heftur verið staðfest ennþá, en fyrst að Warner Bros eru komnir í málið, segir mér að eitthvað alvarlegt hafi átt sér stað. Þeir sem þekkja til málsins úti segja að nauðgun sé ekki málið.

Hjúkk.

En það sem ég hef lesið mér til er þetta:

Djammskvísan Corinne og DeMario fengu sér einn öl, nokkur skot og svo fleiri bjóra.

Corinne hjólaði svo í DeMario með tungunni og fór í eldheitan sleik við hann. Alltí góðu.

Allir eru fullir og í sleik þarna við alla. Nothing new.

Nema svo færa Corinne og DeMario sig yfir í heita pottinn þar sem hitnaði aldeilis í kolunum. Þau rifu sig úr öllum fötunum…eða þið fattið, ,,ÖLLUM” fötunum, voru náttúrulega hálfnakin þarna.

Og það sem gerist næst er þetta:

Fingur fljúga á hina ýmsu staði sem veita unað. Ég er að reyna að orða þetta eins pent og hægt er, þar sem Króm er ekki þekkt sem Playboy síða.

Corinne skakar sér í fanginu á DeMario og áður en nokkur áttar sig að þá er Corinne sest ofan á andlit DeMario og , mhmmm,ég er að ræskja mig áður en ég held áfram að skrifa. DeMario stingur tungunni út og fer að vesenast í því sem er í andlitinu á honum..og það var ekki munnurinn á Corinne.

Nú tökuliðið sem var þarna á staðnum, gengu samstundis inn í málið og stoppuðu þennan heita ,,sleik”

Ég er farin að roðna smá í þessum lýsingum hérna. En ég sem Fréttaveita ykkar hér á Króm ,

Fréttaveita Fallega & Fræga fólksins, mér ber skylda til að segja ykkur frá því sem er í gangi. Algjörlega eins og það gerist.

En aftur yfir til Mexíkó.

Daginn eftir mætir einn af tökuliðinu ekki í vinnuna og var þá búinn að skila inn kvörtun yfir atvikinu, SEGIR SAGAN. Þá er farið á fullt að renna yfir videoklippur, Corinne og DeMarion tekin á fund og að lokum er tökum hætt, Jorge barþjónn og restin af þáttakendundum send heim.

HVER FJANDINN ER AÐ GERAST? Það er eitthvað meira í gangi en þetta. Eitthvað meira gerðst sem við vitum ekki. Því eins og þeir sem fylgjast með BIP að þá er sleikur hér og þar ekki vandmál. Fólk að stynja inn í herbergi þegar það heldur að enginn sé að fylgjast með, fólk bakvið teppi doing their thing…no problem.

Mun betra TV , mundi ég segja. Og það er ekki eins og framleiðendur þáttanna hefðu ekki bara getað klippt þetta klám út og sent þau tvö heim.

Nei , allri framleiðlsu hætt í bili og allir sendir burt…

Greyið Jorge. Fyrir hverja á hann að hrista kokteila núna?

Chris Harrison.

Á svona stundum vildi ég óska að þú værir á speed dial í símanum mínum og einn af mínum bestu vinum. ÞEtta er akkúrat mómentið sem ég óska þess mjög heitt.

Ég mun svo sannarlega vera á refresh takkanum næstu daga. Það er svo ógeðslega ,,lítið” að gera hja mér núna nefninlega þannig að það er fínt að refresha tilgangslausar fréttir og gleyma sér smá.

Skvettum okkur yfir til Íslands!

Næstkomandi helgi ætla ég að standa á sviðinu bæði í Mosfellsbæ og Garðabæ og peppa fólk í stuð í hlaupinu sem allir þekkja. Kvennahlaupinu, sem í ár verður með breyttu sniði, þar sem allir eru velkomnir og ekki bara konur. Við viljum sjá alla karlmenn landsins hlaupa við hlið kvennanna í lífi þeirra. ÉG er búin að vera á milljón að kasta frá mér KVennhlaupssprengjum hvar sem ég kem og vona svo sannarlega að þið mætið.

Ef það er eitthvað sem ég get lofað ykkur, að þá er það að ég mun verða í gígantísku stuði á sviðinu. Stórvinur minn hann Hreimur mun stíga á svið í Garðabæ og Stefanía Svavars mun stíga á svið í Mosfellsbænum….að ógleymdri gleðisprengjunni Evu Ruzu sem mun tæta full af orku á milli staða.

Ég læt hérna eitt ógeðslega fyndið myndband fylgja með frá því að við Fannar Sveinsson félagi minn geistumst í gegnum Skólahreystibrautina nærri dauða en lífi í undirbúningnum fyrir hlaupið.

Eva 🆚 Fannar ! Hver mun vera á undan i gegnum SchoolPower brautina 🏃🏃‍♀️

Posted by Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ on Thursday, June 8, 2017

Ég hlakka svo bara til að sjá ykkur öll fjölmenna þann 18 júní í Mosó eða Garðabæ. Það er ekki eins og þið hafið eitthvað annað að gera krakkar.

En ég mun öppdeita ykkur með gang mála úr kynlífsparadísinni sem við tengjum við Piparsveina og piparjúnkur.

Fréttaveitan reimar á sig hlaupaskóna og kveður að sinni.

One love

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza