Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza-Bachelor Nation, hold tight!

Ég held að mér sé óhætt að bomba inn lokapistlinum um dramatískan endi síðustu Bachelor  seríu.

Loksins, loksins stóð Mr. Chris Harrison, þáttarstjórnandi og konungur Bachelor heimsins, við stóru orðin.

Í upphafi hverrar þáttaraðar segir hann orðrétt þessi orð: ,,The most dramatic season of all”– og við erum að tala um að Bachelor þættirnir hafa gengið síðan árið 2002 með allskonar spin off þáttum sem eru engu síðri.

Það var ekki fyrr en nú sem ég hugsaði, já Chris, þú spáðir rétt fyrir um í þetta sinn.

Bachelorinn Arie hefur vakið misjöfn viðbrögð hjá fólki, og eins og ég ræddi um í upphafi þáttaraðarinnar, að þá fannst mér hann Arie ekki vera Bachelorinn sem ég hefði viljað sjá. En ég , eins og sönnum aðdáanda þessa þátta sæmir, settist ég samviskusamlega niður í  hvert sinn sem nýr þáttur datt í loftið og drakk í mig kossana, tárin, dramatíkina og tussustælana sem oft áttu sér stað í húsi stúlknanna sem börðust um Arie.

Arie lagaðist ekkert þegar leið á þættina en mér fór samt að þykja smá vænt um hann. Ég fór að followa hann á Twitter og skemmti mér konunglega að fylgjast með honum þar, þar sem hann gerði stólpagrín af sjálfum sér og þáttunum sjálfum. Ég fór svona semi að hallast á að hann hefði verið editaður svona ofboðslega karakterslaus, því að á Twitter virðist vera þarna á ferð drengur með bullandi húmor fyrir sjálfum sér, þannig að ég fór að efast eiliítið um hvort hann væri í raun og veru eins og hann kom fyrir í þáttunum.

Ég ætla allavega að gefa mér það að hann Arie sé besta skinn, því maður á alltaf að sjá það góða í fólki.

Það er bara þannig sem heimurinn ætti að sjálfsögðu alltaf að virka.

En ef við víkjum okkur að lokahnykk þáttanna.

Umtöluðustu þáttum í sögu Bachelor, sem hefur vakið svo mikið fjaðrafok, að meira að segja Chris Harrison hefur verið hótað öllu illu af fólki úti í heimi.

Arie stendur áhyggjufullur á svip og virðist fjarrænn, þegar stúlkan mætir sem hann er að fara að brjóta hjartað í mola hjá. Lauren gengur upp að honum, tjáir honum ást sína og bíður eftir að heyra það sama tilbaka. Arie dregur andann djúpt og bombar því á hana að hann elski hana ekki og þvví miður sé vegferð þeirra lokið.

Hún keyrir i burtu á svörtum jeppa, í ástarsorg sem ristir í merg og bein hjá áhorfandanum.

Becca mætir næst á svæðið, Arie fleygir sér niður á hnéð, rífur upp hringinn frá Neil Lane, og romsar upp ástarjátningu og að hún muni vera ,,his person everyday. I choose you everyday”

Ónó Arie, she was not your person.

Arie og Becca byrja lífið saman, leyndarmálalífið, sem krefst þess að þau feli samband sitt fyrir alheiminum, því enginn má vita úrslitin. Allt er þetta myndað í bak og fyrir og í þessum síðustu lokaþáttum fáum við að sjá að þau eru alveg að deyja úr ást og hamingju og barnahugleiðingum…..

Not so fast kiddós.

Það næsta sem maður veit…og sér, er þegar Arie mætir til Beccu, með heilan her af camerucrewi, sest með henni niður og tjáir henni það að hann hafi gert mistök! HANN ELSKI ENNÞÁ LAUREN!!!

Ég meina það.

Eitt besta sjónvarpsefni sem ég hef  séð gerast (fyrir utan This is us þættina)

Þetta. var. það. besta. sem .ég  Hef. Séð.

Og jájá, rosa glatað af honum að mæta með cameru crew með sér og mynda þetta allt í bak og fyrir, en vitiði, að þá held ég að hún Becca hefði alveg getað rifið af sér mækinn og rokið í burtu og lokað sig af. En það gerði hún ekki. Hún sat, grátbólgin, greyið, og var kannski bara alveg í leiðslu, og þessvegna rauk hún ekki í burtu. Maður veit svosem ekki, sem betur fer hvernig  það er að vera dömpað fyrir framan margar milljónir.

En ohh weell. Arie hefði getað gert þetta merira classy, en daaayuum hvað þau hafa fengið marga aura fyrir sitt framlag í að vera the most dramatic season OF THEM ALL.

Frá faðmi Beccu, hljóp svo Arie beint í fang stóru ástarinnar sinnar hennar Lauren, sem tók við honum aftur opnum örmum…. ég meina every girls fairytail. Að riddarinn komi á sprettinum tilbaka.

Og það er augljóst hversu ofbosðlega ástfanginn hann er af henni og ég trúi því að hann hafi einfaldlega koxað á álaginu sem fylgir þessum þáttum. Það má Guð vita að ekki gæti ég höndlað pressuna að vera með 20 gæja á eftir mér sem allir vilja ólmir slefa upp í mig, helst sama kvöldið. OG ég tala nú ekki um að þurfa svo að velja einn til lífstíðar.

En það sem gerir lífið svo dásamlegt er að það eru týpur þarna úti sem þrá ekkert heitar en að taka þátt í svona þáttum…eins og t.d. Becca. Hún var valin sem næsta Bachelorette

Arie nýtur þess vafasama titils að vera hataðasti Bachelor sögunnar en honum er sama. Hann var bara að leita að ástinni og skeit upp á bak við leitina miklu. Stundum er lífið ekki alltaf límonaði.

Það fyndnasta er samt núna, að nú koma fyrrverandi kærustur Arie fram, eins og lítill hatursher og þær fara ófögrum orðum um bláeygða drenginn. Ég finn lykt af athyglissýki og smá svona peningagræðgi í þeim. Ætla aldeilis að casha inn með því að deila því með heiminum hvaða mann Arie hefur að geyma.

Mitt mat er það að ég trúi ekki að hann sé jafn hræðileg manneskja og þær vilja meina. Allir eiga sína sögu og fortíð en ég efast um að hann Arie sé vondur. Kannski vitlaus en ekki vondur.

Ég allavega óska þeim velfarnaðar í lífinu og þakka þeim jafnframt fyrir stórkostlegan lokasprett á annars mjög lítið spennandi þáttaröð.

Svo er ég byrjuð að hrista saman kokteil og undirbúa mig fyrir áhorf af Bachelor in Paradise….það verður veisla get ég sagt ykkur!!

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza