Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Bachelor Nation!!!!… (VARÚÐ ef þú ert EKKI búin með lokaþáttinn)

Eftirfarandi pistill er einungis mitt mat og þarf ekki að endurspegla mat Bachelor/ette þjóðarinnar!

Ég viðurkenni að ég var í hálfgerðu áfalli eftir að hafa horft á lokaþátt Bachelorette í gærkvöldi. Jesús minn almáttugur!

Ég veit að Bachelorette heimurinn nötrar og skelfur eftir þessi úrslit!

Eflaust einhver sem hristir hausinn yfir þessum dramatísku orðum…en sá hinn sami lifir þá ekki í heimi rósablaða og sleikum eins og við sem lifum í heimi Bachelor/ette. Sá hinn sami þarf þá að græja sjónvarpslíf sitt upp á nýtt og vera með puttann á púlsinum.

Ok, byrjum þennan pistil!

Í fyrsta lagi fannst mér agaleg hugmynd að hafa Rachel á setti allan lokaþáttinn!!!

Mér fannst ég ná að lesa of mikið í hana og það bara truflaði mig. Ekki vera að breyta þvi sem hefur virkað síðustu 16 ár Mr.Chris. Ekki það að hann hafi kannski stýrt því, en hann er kóngurinn og ræður pottþétt ÓGEÐSLEGA miklu!

Í öðru lagi fannst mér AAAAAGALEGA órómantísk öll settin sem voru þarna í gangi og mér leið ekki eins og ég væri í draumaheimi Bachelor heimsins. Ég hef allavega séð rómantískara lokasett og veitingastaði. En þetta er kannski það minnsta sem hægt er að kvarta undan. En það er nú bara þannig þegar maður er pró eins og ég að þá spáir maður í öllu.

Eigum við ekki bara að ræða bleika fílinn í herberginu núna!!

Aðalmál þáttarins í gær!!!!

Ok, Eric var sendur heim fyrstur af þeim þrem sem eftir stóðu og Peter og Bryan komnir áfram í lokaumferð.

Bryan og Rachel fara í loftbelg og vó rosa kósí og hátt uppi og allskonar. Bryan notaði hvert tækifæri til að fara í sleik við hana, eins og maður gerir þegar maður er ástfanginn. Jós yfir hana ást sinni og að hann gæti ekki lifað án hennar og allskonar fleira væmið.

Ég er hrikalega rómantísk og væmin og mikil kelirófa sjálf…..en ef ég myndi lenda á gaur eins og Bryan þá bara gæti ég ekki staðið í þessu. Hann er OF MIKIÐ.

Ég endurtek, mitt mat og endurspeglar ekki mat annara. Ég MÁ hafa mína skoðun eins og allir aðrir og það þarf enginn að vera sammála mér.

Það er oft mikill hiti í Bachelor aðdáendum og þessvegna vert að taka það reglulega fram að þetta sé mín skoðun og að allir mega hafa sína skoðun á þessu máli. (flissa smá inn í mér núna að hafa skrifað þessa setningu)

Zippum okkur nú yfir í Rachel og Peter.

Elsku Peter.

Ég hef dýrkað Peter frá því hann steig fyrst útúr limmanum og brosti til Rachel.

Grásprengt , GULLfallegt hárið, fallegu augun og þetta bros hans.

Ó boy. Melted my heart , eins og ég held að hann hafi brætt Rachel frá fyrstu stundu.

Þau smullu saman eins og flís við rass og ég sverða að frá fyrstu mómentunum þeirra saman sagði ég við Rachel í gegnum sjónvarpið:

,,Rachel, he is the one for you” Hættu bara núna og hlauptu með honum i burtu. 

Peter varð með tímanum head over heals in love with Rachel (nauðsynleggt að sletta aðeins þar sem þetta er amerískt tv sem við erum að ræða), hann var bara mjög óviss um hvort það að henda sér á hnén í lokin, eftir þennan stutta tíma og þessa vernduðu bubblu sem þau voru í ,væri það rétta.

Það var svona rauði þráðurinn í gegnum alla seríuna að hann myndi kannski ekki geta gert það. En hann sá hinsvegar Rachel fyrir sér í lífinu sínu, að þau yrðu gömul saman og að hún yrði framtíðin hans.

Ó  Peter, þú ert svo vitur maður. 

Rachel hinsvegar sá bara hring og titilinn að vera trúlofuð sem truflaði mig svakalega því það var svo augljóst hversu mikið hún var að elska Peter. Og ég fann allavega í gegnum skjáinn hversu svakaleg orka var á milli þeirra allt seasonið. Mun meiri en milli hennar og Bryan. Jújú, Bryan rosa dúlla og góður drengur, en það var bara eitthvað off við hann. Mér fannst hann of mikið frá fyrsta mómenti.

 

Guð minn einasti. Síðasta skiptið sem Rachel og Peter hittust á deiti var ugly crying.

Ég sat stjörf í sófanum, með kökk í hálsinum og tárvot augu.

Jájá, hlæjið bara.

En þarna sat ég og horfði á vini mína hætta saman. Og þau meira að segja hættu saman án þess að ég fattaði það almennilega.

Ég hef ekki séð dramatískari lokaþátt en þennan í gær. 

Rachel þráði svo mikið að Peter myndi fleygja sér niður með hringinn en það eina sem hann bað um var að hún gæfi honum séns á að sýna henni hversu mikið hann elskaði hana…þó hann væri ekki tilbúinn í bónorð þar sem hann tæki það of alvarlega.

Rachel grét af sér gerviaugnhárin og gat það ekki. Hún gat ekki gefið honum séns fyrst hann var ekki tilbúinn í að trúlofa sig i beinni útsendingu með risahring frá Neil Lane. 

Á þessum tímapunkti var ég farin að horgrenja smá og taka þetta gríðarlega nærri mér, þar sem mér fannst svo augljóst að þau elskuðu hvort annað svo mikið. Þau voru parið sem MÉR FANNST eiga eitthvað sérstakt saman.

Rachel gekk heartbroken og gerviaugnháralaus í burtu, þreif burtu restina af meiköppinu og lagðist upp í rúmið sitt.

Næsta dag pikkmálaði hún sig, gekk upp margar tröppur og stóð í hávaðaroki (óþolandi rok) og beið eftir Bryan. Bryan fleygði sér á hnén og bað hennar. Hún hoppaði og öskraði og á meðan sat ég með galopinn munninn og skildi ekkert almennilega í því hvað væri í gangi.

Ha? Voru hún og Peter alveg hætt saman? Var þetta bara alveg búið? Og hún sem grét svo mikið bara í gærkvöldi með Peter því hún þráði svo að hann myndi biðja hennar.

Svo kom Peter minn skjálfandi eins og hrísla á sviðið og feisaði Rachel í fyrsta sinn og vitiði, mér fannst Rachel bara vera bitch við hann. Ég fór í fýlu við Rachel og sagði við Peter (í gegnum sjónvarpið):

,, Pétur minn, komdu bara til Íslands og ég skal hjálpa þér að finna góða konu” 

Þau gáfu svo hvort öðru superficial knús og hann gekk af sviðinu. Inn kemur þessi Bryan með einhverja væmnustu sýningu í heimi að biðja Rachel aftur og bleeehhhh. Sorry, ég er bara ekki að meika hvað hann var ýktur. Kemur pottþétt frá hjartanu samt, og hann er bara svona tilfinningavera, en mér fannst hann bara vera off.

Þau vonandi lifa svo bara happily ever after og ég spenni greipar og bið til Bachelor guðsins að Peter muni mæta fílefldur sem næsti Bachelor.

Óóóó, the women in America would go craaaaaazyyyyy….og around the world.

Ég er svo strax komin í stellingar þar sem veislan heldur áfram eftir helgi þegar allt verður vitlaust í Mexíkó  í Bachelor in Paradise! 

Ég er að elska Jimmy Kimmel og úttekt hans á Peter….og þessu máli öllu yfir höfuð. Hann hittir naglann á höfðuðið!

Og aftur, þetta er mitt mat og pistill sem er skrifaður af miklum aðdáanda Peters.

#teampeter4life

Dramatísk rósakveðja á ykkur kids.

Haldið ykkur sólarmegin í lífinu

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza