Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- Back in da days….

Ohh krakkar.

Ég ætla að sleppa Hollywood siglinguí þessum pistli mínum og ræða alvarlegt mál við ykkur.

HVERNIG GÁTU MAMMA OG PABBI HLEYPT MÉR SVONA ÚT!!!

Ástæðan fyrir þessum pistli mínum er sú að um daginn var ég að renna yfir nokkrar gamlar og góðar myndir af sjálfri mér á snappinu mínu,evaruza, sem orsökuðu svo svakalegt hláturskast að mig verkjaði í magann, ég varð grátbólgin af hlátri og endaði með hausverk. Myndirnar innihéldu gullmola frá skátaferlinum mínum ásamt fleiri HRÆÐILEGUM myndum. Þetta myndband (f.neðan) hefur verið skoðað hátt í 7000 sinnum þegar þetta er skrifað, og svo virðist sem fólk sé að tengja vel við þetta allt saman og hlæja hátt með mér…og að mér 🙂

Ég lofaði ykkur víst að henda þessari veislu hérna inn og ég er vön að standa við gefin loforð. ,,Myndakvöld með Evu Ružu "Snapchat: evaruza

Posted by Eva Ruza on Tuesday, October 17, 2017

Skilaboðin töldu í hundruðum sem ég fékk eftir þetta story og öll voru þau hlæjandi, grenjandi og ógeðslega fyndin frá mínum hressu fylgjendum. Það tók mig um 3 daga að komast í gegnum þau öll og ég viðurkenni að ég gerði mér enga grein fyrir því að fólk mundi taka svona hressilega undir kastið sem ég sjálf var í þessa kvöldstund, ein heima með símann á lofti.

Það voru ekki bara myndirnar sem létu mig öskra af hlátri..heldur það sem stóð undir hverri og einustu mynd.

En ég hef alltaf verið dugleg við að taka myndir, festa minningar á filmu. Ég framkallaði allt hérna einu sinni, raðaði samviskusamlega í albúm og SKRIFAÐI TEXTA UNDIR HVERJA EINUSTU MYND.

Það er nokkuð ljóst að það var blússandi sjálfstraustí gangi á þessum tíma, og þegar ég skoða myndirnar í dag, skil ég ekkert hvaðan þetta sjálfstraust kom. Ég skil heldur ekki alveg afhverju ég hangi utan í trénu..en ohh well.

En á sama tíma finnst mér svo dásamlegt að sjá hvað ég var svona líka ánægð með mig. Þarna var ég 13/14 ára, 180 cm, sláni í alltof stórum líkama. Hendurnar langar, kroppurinn grannur, gleraugu á nefinu, hártoppur sem var allur í sveip og mér fannst ég bara alveg geggjuð.

Ég var bara klædd í einhver föt og þegar ég hugsa tilbaka, man ég ekki eftir að hafa nokkurn tíman spáð í hvað ég var að klæða mig í (það sést mjög vel á myndunum). Einu ákvarðanir lífsins voru í raun hvaða ís ætti að velja sér í ísbúðinni.

Gulur cheerios bolur og smellubuxur voru bara geggjað kúl. Bolur sem maður fékk frítt með cheerios pakkanum og smellubuxur, sem voru reyndar í tísku á þessum tíma.  Hárinu henti maður bara í teygju, með skipt í miðju og var ekkert að hafa fyrir að greiða það  endilega niður. Það stóð  bara í allar áttir og var töff.

Reyndar velti ég því fyrir mér hvort að mömmu og pabba hafi ekki þótt vænt um mig þegar þau leyfðu mér að fara svona í hestaferð…..

Seriously, þá er þetta ein besta mynd sem ég hef séð af mér. Ferlega hamingjusöm í Madonnu úlpunni minni, en þessi úlpa var með fullt af Madonnu andlitum á allri úlpunni og mér fannst hún svo geggjuð sko.

Enda frábært caption sem ég skrifaði undir: Myndarleg hestagella.

Eins og ég sagði, þá var sjálfstraustið greinilega í lagi þarna…..

Ég man aldrei eftir að einhver hafi sagt mér að ég hafi verið hallærisleg eða haft út á útlit mitt að setja.

Einfaldlega VEGNA ÞESS AÐ VIÐ VORUM ÖLL SVONA.

Við vorum öll bara einhvern vegin og öllum var sléttsama. Það voru engir samfélgasmiðlar til sem mötuðu þessa litlu hausa okkar með útlitsdýrkun.

Ég er alls ekki að meina að það sé eitthvað að því að líta huggulega út, don´t get me wrong!!

Fermingarmyndin mín…og já þetta er ég. Veit að það er erfitt að trúa því. En þarna fannst mér ég t.d. orðin mjög fullorðin og fannst ég sjaldan hafa litið betur út. Boy was I wrong 🙂

Tilgangur minn með þessum skrifum mínum er bæði til að leyfa ykkur að frussuhlæja yfir þessum myndum, og líka til að við hugsum aðeins um hraðann sem er kominn í samfélagið í dag, með tilkomu samfélgasmiðla eins og snapchat og instagram. Ungir krakkar í dag eru svo mikið að drífa sig að verða fullorðin að þau gleyma smá að leyfa sér að vera bara krakkar. Highlighterinn og maskarinn fer ekki neitt. Allt þetta meiköpp dót og fínerí verður líka til í búðunum þegar þið verðið 16 ára.

Jesús minn, ef ég hefði farið að highlighta og contoura á mér fésið í hestaátfittinu. Þá væri ég líklegast ekki hér, því ég hefði þurft aðstoð lækna við að ná mér eftir það hláturskast sem ég hefði fengið við að skoða þær myndir. En ég var líka bara svo ferlega barnaleg og mikil dúlla mjög leeeeeengi að svona hlutir voru ljósár í burtu frá mér.

Þarna var ég orðin16 ára og búin að taka miklu ástfóstri við brúnkukremi og tigerprinti…og meiköppi og …. Æji people..það tók ekki betra tímbil við á eftir hesta og skátatímabilinu. Það tímabil er efni í annað story á snappinu. Ég saumaði btw.þetta dress sjálf OG HÁRBAND!

WTF Eva Ruza!!

Það tók ekkert betra við eftir að toppurinn fékk að fjúka. Þá voru hárbönd í stíl við dressin mjög vinsæl hjá mér.

En pointið mitt er:

Leyfum okkur að vera bara smá lúðar og krakkagerpi. Þó að manneskjan við hliðiná þér sé í gulum Cheerios bol og smellubuxum að þá má hún það bara alveg. Ef henni líður vel í dressinu að þá er það, það eina sem skiptir máli.

Just go with the flow og leyfum okkur bara að vera eins og við erum og öllum hinum líka.

Eina vitið er að keyra bringuna upp í loft og vera bara sjúklega ánægð með okkur. Ég lofa ykkur því að þá mun ENGINN pæla í Cheerios bolnum. Og númer eitt , tvö og tíu, verum góð við hvort annað. Það kostar ekki sjitt og eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt. Ég veit að ég var háfleyg þarna og ljóðræn, en þessi setning á alltaf við.

Ég sverða. Ég er ekkert að grínast með þennan topp!!!! 

Mana ykkur til að setjast eina kvöldstund með gamalt albúm og fletta í gegn. Þá endið þið í nákvæmlega þessu sama hláturskasti og ég. Þið voruð POTTÞÉTT jafn hallærisleg og ég….eða ég vona það allavega smá mín vegna HAHAHAH!!

Myndarlega hestagellan kveður að sinni  og vona að dagurinn ykkar verði fullur af flissi og gleði.

Eina vitið

One Love

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza