Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- BARNIÐ ER FÆTT! Loksins loksins!!….og við fáum að sjá glitta í Chicago!

LOKSINS LOKSINS KOM TILKYNNINGIN SEM ÉG HEF BEÐIÐ EFTIR.

 Kylie Jenner droppaði bombunni sem allir hafa beðið eftir.

Hún hefur eignast heilbrigða stúlku.

Stúlkan fæddist þann 1. febúar og heilsast móður og barni vel!

Ég er í hálgerðu spennufalli eftir að hafa fengið fregnirnar beint í æð, því það má Hollywood guðinn vita að ég hef beðið eftir þessu barni í jafnmarga mánuði og Kylie og Kardashian/Jenner klanið hefur beðið.

Fréttamiðlar um allan heim loga og að sjálfsögðu sitt ég hér við tölvuna á sunnudagskvöldi og hamra lyklaborðið eins og sönn Hollywood Fréttaveita.

Kylie sem er 20 ára gömul hafði vist alltaf sagt að það eina sem hún þráði væri móðurhlutverkið.

Ég verð að segja að þessi meðganga er sú best geymda í Hollywood hjá jafn frægri manneskju og henni. Ég verð að gefa henni tólf stig af tíu mögulegum fyrir þennan feluleik. En síðustu 9 mánuði hefur Kylie gjörsamlega horfið af yfirborði jarðar og einungis um 3 myndir birst sem hafa náðst af henni hjá paparazzi ljósmyndurunum,sem ég hef séð…. og trúið mér ég googla fræga fólkið OFT á dag…og Kylie mjög oft, í leit að mynd.

Instagrammið hennar lagðist nánast í dvala, snappið hennar hefur verið í lágmarki og hafa vinir hennar og fjölskylda lagt sitt af mörkum að hjálpa henni að halda sig utan við sviðsljósið.

Virkilega vel gert Kylie og Travis (faðir barnsins). Einnig get ég trúað að mama Kris hafi átt stóran þátt í þessum feluleik með barnið og hafi aðstoðað við að halda pressunni frá.

Það vita allir að hún er DROTTNING og með puttana allstaðar þar sem þeir þurfa að vera. Ég skil bara ekki að Kris standi upprétt eftir allt sem börnin hennar vesenast!

Það fyndna er að allir hafa einhvernvegin vitað þetta, en samt var aldrei nein staðfesting. Pressan, þ.m.t. ég búin að velta þessu fyrir sér fram og tilbaka. Það hefði verið , og ég grínast ekki, svo ferlega svekkjandi ef hún hefði verið að leika sér með okkur öll.

En hún Kylie, ætli Kylie hafi ekki verið að fæða frægasta barn Kardashian/Jenner fjölskyldunnar. Það getur enginn neitað því að öll börnin sem fæðast inn í þessa fjölskyldu eru og munu verða fræg, en ég er nokkuð viss um að þetta barn verður það frægasta.

Það er einhver tilfinning sem ég hef.

Nú er bara að bíða eftir barninu hennar Khloé!!

Ég vil allavega óska Kylie og okkur öllum hinum hjartanlega til hamingju með þessa nýjustu Hollywood viðbót.

Jesús minn almáttugur hvað það er mikið að gerast hjá mér núna. Mér finnst ég þurfa að tjá mig svo mikið um þetta mál, en á sama tíma hef ég gert svo mikið af því undanfarið.

Til hamingju við er það eina sem ég get sagt! Beini ég þá sérstaklega orðum mínum til Kardashian grúbbunnar minnar. Fan club sem inniheldur nokkrar eitilharðar K-fans píur. Og við grínumst ekki þarna inni. Einungis sjóðheitar fréttir af frægustu raunveruleikafjölskyldu heims fá að rata í þennan þráð og getur umræðan oft á tíðum verið ansi skrautleg og hef ég oft flissað upphátt yfir pælingum þessara vinkvenna þarna inni.

Það er gott að finna að maður er ekki einn þarna úti.

Því verður ekki neitað að Kardashian/Jenner fam á marga haters out there…en líka alot of lovers. (Afsakið sletturnar islenskufræðingar. Þetta hljómar bara betur svona)

Loksins fáum við líka að sjá myndirnar sem við höfum beðið eftir! Óléttumyndirnar!

Þetta myndband sem Kylie og co bjuggu til er gjörsamlega to die for. Alveg hrikalega fallegt og krúttlegt og dásamlegt!! Og þarna, í þessu myndbandi fáum við að sjá nýjustu viðbót Kim og Kanyes, Chicago West.

Loksins get ég farið að sofa almennilega á nóttunni… er reyndar farin að hafa áhyggjur af því hverju ég eigi að hafa áhyggjur af og velta fyrir mér núna með K og J klanið. En ég held að þær áhyggjur séu óþarfar. Ég er viss um að þegar ég vakna á morgun að þá er einhver annar rússíbani í fjölskyldunni farinn af stað.

Babykveðja á ykkur

One Love

Eva Ruza Kardashian/Jenner.

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza