Eva Ruza skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Eva Ruza- BAYWATCH

Guð almáttugur!

Nostalgían er búin að grípa svo svakalega um mig.

Árið er einhversstaðar í kringum 1991. Mamma er búin að henda Ömmupizzu með pepperoni í ofninn, við systurnar sestar við skjáinn og pabbi á kantinum. Kl.19:00 byrjar þemalagið og íturvaxnir Strandverðir hlaupa í slowmotion inn á skjáinn með rauð hylki í höndunum tilbúnir að bjarga fólki í vanda.

Ó þessar 45 mínútur af Strandvörðum öll laugardagskvöld voru hápunktur helgarinnar í gamla daga, TV-vise.

Hello 6y

Mitch Buchannon stýrði ströndinni sinni eins og frigging kóngur.

Hobie, sonur Mitch, drengurinn sem stelpur um allan heim voru að deyja úr ást yfir, fékk að hanga á ströndinni hjá pabba sínum því hann saknaði pabba síns eftir að skilnað foreldra sinna.

Svo að sjálfsögðu skulum við ekki gleyma drottningu rauða sundbolsins, Pamelu Anderson, eða C.J. Parker. Og nei, ég þurfti ekki að googla nöfnin þeirra til að rifja upp. Ég er mjög vel að mér í Baywatch og ég held að ég hafi ekki misst af einum þætti öll þau ár sem hann var í loftinu. En Baywatch varð einn vinsælasti þátturinn í heiminum á þessum tíma og skaut aðalsöguhetjunum hátt upp í himininn. Það er svo hægt að deila um hvort þau hafi náð að halda sér þar uppi á leikhæfileikum sínum eða öðru….

Sá þessar myndir af Pammy vinkonu, sem er að nálgast fimmtugsaldurinn, og það fyrsta sem ég hugsaði var þetta: ,, Fjandin, Pam, ekki fara down that road. Ekki strekkja á þér andlitið og enda eins og Kattarkonan.”

En loksins fattaði einhver frábærlega vel gefinn leikstjóri í Hollywood, að henda í eina bíómynd um Strandverðina– OG ÉG ER VANDRÆÐALEGA SPENNT!

Ég geri mér hinsvegar fulla grein fyrir því að ég er ekki að fara á Óskarsverðlaunamynd. Og örugglega mjög langt frá því meira að segja.

EN vitiði! Mér er svo SKÍTSAMA!

Ég er bara svo hrikalega glöð yfir að Baywatch sé að koma í bíó…-og mér finnst ég þurfa að taka það fram að ég er ekki að blogga þetta í samstarfi við neitt bíóhús.

Ég er í alvöru svona spennt. Ég elska allan Baywatch fatnaðinn sem er kominn í verslanir í USA og mig langar í þetta allt!!!

Baywatch myndin sem kemur í bíó fljótlega er grínmynd og er einmitt um lífið á ströndinni.

Dwayne vinur minn Johnson fer með aðalhlutverkið, sem Mitch Buchannon– þeir höfðu meira að segja punginn í að skíra karakterinn hans Mitch, and I love it, og Zac Effron sem er svakalega rosalega vöðvastæltur og olíuborinn í þessari mynd.

Ég veit líka að hann er mikið ber að ofan í myndinni, en það er alls ekki ástæðan fyrir spenningnum mínum. Er heldur ekki svona spennt þó ég viti að Dwayne verði líka mjög mikið ber að ofan og sé einnig mjög vöðvastæltur.

-Og ég er ekki að leggja áherlsu á að ég sé spennt fyrir hálfgerðri nekt þeirra með að feitletra orðin um að þeir séu berir að ofan

Það getur samt mögulega verið að ég stoppi í apótekinu á leiðinni heim eftir myndina, kaupi babyoil og gefi Sigga að gjöf. Við erum á leiðinni til Tenerife í júní og ég meina, það væri alveg töff ef hann myndi olíubera sig áður en við færum á ströndina.

Það myndi alveg looka.

Hann mundi heldur ekkert fatta Baywatch blætið mitt ef ég gæfi honum rauðar stuttbuxur…mögulega með smá logo-i á.

Rautt passar líka fallega við augun hans…

Ég ætla allavega ekkert að stara á skjáinn þegar þeir birtast hálfnaked, strákarnir. Ég er náttúrulega bara að sjá myndina því ég veit að þeir eru að bjarga fólki og svoleiðis. Eru hetjur.

Eina ástæðan…

Take it all off boys

Djók

-Ég kann mig.

-Ég er gift kona.

-Fullorðin meira að segja.

Ég er einungis spennt því ég veit að söguþráðurinn verður stórkostlegur.

Ekki láta ykkur bregða ef þið sjáið mig labba niður Laugarveginn í Baywatch jakka…og bol, jafnvel með rautt lifeguard hylki.

Þetta er ekki Pamela Anderson.

Og ég er ekki nýkomin með vinnu í Nauthólsvík.

Mér finnst ég bara töff- that´s all.

Veriði góð við hvort annað, stay where the sun shines og stay 6y.

Já ég hendi bara í rándýr quote á ykkur núna.Kveðja á ykkur kids

XoXo

Eva Ruza

Þið finnið mig inná minni eigin sjónvarpsstöð á snappinu:  evaruza

Instagram: evaruza

Einnig finnið þið mig inni á facebook síðunni minni: Eva Ruza