Eva Ruza- Besta. Ákvörðun. Lífs. Míns!

Vitiði það krakkar, að ég ætla ekki yfir til Hollywood í dag.

Í alvöru.

Mig langar mikið til að segja ykkur frá bestu ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig. Alveg ótengt þeirri ákvörðun að eignast börn,

eða finna manninn minn 17 ára gömul og vera enn í fanginu hans 17 árum seinna.

Ég er að tala um ákvörðun sem ég tók þegar ég var yngri, 14-15 ára gömul ,og hef svo staðið fast með sjálfri mér alla tíð síðan.
Sú ákvörðun að taka aldrei fyrsta sopann.

Ég fæ yfirleitt sterk viðbrögð við því þegar ég nefni það á Snapchat að ég drekki ekki.

Fólki finnst það eitthvað ótrúlega sérstakt og sumir verða hissa og spurja mig ótal spurninga sem ég svara með glöðu geði…og þessar spurningar eru ástæðan fyrir þessum pistli mínum hér.

Þessa ákvörðun tók ég ein með sjálfri mér, og ekki útaf neinu sérstöku. Ég var mikil handboltastelpa og það hjálpaði mér klárlega í rétta átt. Foreldrar mínir eru bæði mikið reglufólk, fá sér rauðvínsglas við og við eins og fólk gerir og hef ég aldrei verið í kringum neinn sem hefur átt erfitt með vín, þannig að ákvörðun mín litaðist ekki af því eins og oft vill verða.

Þetta var einfaldlega mín ákvörðun og 15 ára gamalli fannst mér ég bara mjög svöl að drekka ekki- og finnst enn. Það skipti mig engu máli hverjir drukku í kringum mig, og hefur aldrei skipt mig neinu máli. Vinkonur mínar drekka og það truflar mig ekki boffs. Svo lengi sem allir skemmta sér vel, þá er takmarkinu náð.

Mér fannst hinsvegar geggjað að fara í bæinn, og djamma langt fram á nótt. Ég var oftast the last one standing, með maskarann á sínum stað, varalitinn á vörunum og kollinn í lagi.

Í lok nætur settist ég svo inní bílinn minn og keyrði heim.

Vinkonur mínar hafa alltaf virt þessa ákvörðun mína, og reyndar flestallir sem ég hef verið í kringum. Kannski vegna þess að ég var alltaf harðákveðin og lét þetta aldrei trufla mig neitt. Ég sagði bara nei, og aftur nei ef ég þurfti þess.

Það er vel hægt að dansa, hlæja, vaka lengi, sjá sæta stráka, lenda á séns, dansa meira og hlæja ennþá meira, þó að vínið sé ekki við hönd. (- eða þið fattið, ég er lítið í því að lenda á séns eða glápa á sæta stráka í dag sko. Harðgift sætasta strák á Íslandi, honum Sigga mínum.)

Ég er mun og alltaf vera stolt af sjálfri mér fyrir að drekka ekki áfengi, og mikið vona ég að ungir krakkar í dag standi fast með sjálfum sér.
Ef ykkur langar ekki drekka, ef þið þorið ekki að taka sopann..að þá er það bara allt í lagi.

Það er enginn sem stjórnar lífinu ykkar nema þið sjálf. Þið ákveðið hvert þið viljið að lífið ykkar stefni, alveg sama hvort það er námstengt, vinnulega séð eða tengt því að neyta áfengis eða annara vímuefna. Þið stjórnið förinni og ég hvet ykkur til að bíða með áfengisneyslu.

Það er ekkert meira töff í dag, en að drekka ekki.

Og trúiði mér, það er geggjað að vera vinurinn sem man allt sem gerðist á djamminu

… það verða sko góðar sögur þegar maður eldist.

Áfengislaus kokteilkveðja á ykkur kids

Verið þið góð við hvort annað

XoXo

Eva Ruza

Þið finnið mig inni á hinum mikilsvirtu miðlum, snapchat & instagram: evaruza

Einnig er ég komin með facebook síðu sem mun halda utan um sprelligosaverk mín..ykkur er velkomið að kíkja við, læka og flissa